Lyfjaflokkar
Lyf sem notuð eru við krabbameinslyfjameðferð skiptast í nokkra flokka og eiga við hvort sem sjúkdómurinn hefur dreift sér eða ekki.
-
Alkylatorar hafa svipuð áhrif á krabbameinsfrumur og geislar: þeir skemma prótín sem stjórna vexti æxlisfrumna. Cyclophosphamide er algengasti alkílatorinn (C-ið í stafarununum AC, EC, CMF, CEF og TAC). Hægt er að fá lyfið gefið í æð eða taka það inn um munn.
-
Antimetabolítar virka eins og falsaðar einingar í uppbyggingu erfðaefnis í krabbameinsfrumu sem veldur því að hún deyr þegar hún býr sig undir að skipta sér. Fluorouracil, eða 5-FU, er antimetabólíti, sem og gemcitabine (Gemzar®).
-
Antibíótíka (mótefni sem ekki má rugla saman við mótefni sem er ætlað að vinna á sýkingum, s.k. sýklalyfjum). Í þeim eru öflugir tálmar gegn myndun erfðaefnis (fjölgun arfbera). ("And" þýðir gegn og "bíótíka" þýðir "vöxtur"). Adriamycin er það lyf í þessum flokki sem algengast er að nota. Adriamycin tilheyrir tegund lyfja sem kallast einu nafni "anthracyclines".
-
Antimíótíka eru náttúruleg efni sem ræna erfðaefni frumna hæfileikanum til að fjölga sér með skiptingu. Dæmi um antimiotika er vincristine (Oncovin®) sem unnið er úr hörpulaufi (vinca minor). Vinorelbine (Navelbine®) er unnið úr sömu jurt en er breytt efnafræðilega í því skyni að draga úr aukaverkunum.
-
Antimicrotubule er náttúrulegt efni sem truflar uppbyggingu frumna og skiptingu þeirra. Paclitaxel (Taxol®) og docetaxel (Taxotere®) eru dæmi um lyf í þessum flokki og eru bæði unnin úr berki ýviðar (taxus), öðru nafni bogviðar.