Fréttir af rannsóknum á krabbameinslyfjum
Margar tegundir og samsetningar krabbameinslyfja virka vel á ólíkar konur með ólíkar tegundir brjóstakrabbameins. Á vef breastcancer.org má lesa fréttir af nýjum krabbameinslyfjum og samsetningum sem stöðugt er verið að þróa og rannsaka.
Í þessum greinum má lesa um lyfjagjafir sem skiluðu betri árangri með því að gefa lyfin á tveggja vikna fresti í stað þriðju hverja viku og um rannsóknir á því hvernig ráða megi við aukaverkanir krabbameinslyfja og önnur mikilvæg efni sem tengjast meðferð með krabbameinslyfjum.
Mánaðarlega eru birtar fréttir af rannsóknum sem sérfræðingar vefjarins hafa farið yfir í leit að niðurstöðum sem leiða til framfara í meðferð með krabbameinslyfjum á Research News.
*Greinar um niðurstöður rannsókna eru flestar aðkeypt efni og aðeins heimilt að birta þær á vef breastcancer.org.
*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.
ÞB