Lyfjagjöfin sjálf

Krabbameinslyf hafa verið valin og þú ert tilbúin að hefja meðferðina. Samt brenna ennþá á þér ótal spurninga! Við hverju er að búast? Hvað stendur lyfjagjöfinni lengi? Hvað með aukaverkanir? Versna þær eftir því sem líður á meðferðina? Get ég stundað vinnu jafnframt þessu? Geta ég hugsað um börnin mín? Hvað geri ég sem bý ein? Get ég farið ein á milli? Lýkur þessu einhvern tíma?

Krabbameinslæknir þinn og hjúkrunarfræðingur munu reyna að svara öllum spurningum þínum um meðferðina.

*Krabbameinslæknir þinn ber ábyrgð á meðferð þinni. Þegar að lyfjagjöf kemur mun tiltekinn hjúkrunarfræðingur á göngudeild LSH eða FSA að öllu forfallalausu sjá um að gefa þér lyfin og fylgja þér til loka meðferðarinnar. Krabbameinslæknir þinn mun að jafnaði vilja hitta þig þegar þú kemur til að fá lyfin og fara m.a. yfir niðurstöður úr blóðprufum. Þá má fá svar við ýmsum spurningum.

*Hafir þú áhyggjur af einhverju eða upp kemur vandamál, geturðu haft samband við deildina. Spurðu lækni þinn hvernig best sé fyrir þig að fara að ef eitthvað slíkt gerist að næturlagi.

Mikilvægt er að hafa í huga að þótt ýmsir þættir séu sameiginlegir og eigi við alla sem fara í meðferð með krabbameinslyfjum, er mismunandi hvernig einstaklingar bregðast við. Hafðu ekki áhyggjur af því þótt viðbrögð þín - hvort sem þau eru líkamleg, huglæg eða tilfinningaleg - séu ekki þau sömu og einhverrar annarrar sem þú þekkir eða hefur heyrt af. Hver kona bregst við á sinn sérstaka hátt..

ÞB