Lyfjabrunnur
Krabbameinslæknir þinn kann að mæla með að settur verði í þig s.k. lyfjabrunnur sem komið er fyrir ofarlega á bringunni (á svæðinu milli viðbeins og brjósts) og mun gera lyfjagjafirnar þægilegri fyrir þig. Hvað þá? Fleiri aðgerðir? Vertu alveg róleg. Þetta er einföld aðgerð, það þarf ekki að svæfa þig og þú getur farið heim samdægurst. Þú ferð í gegnumlýsingu til að tryggja að lyfjabrunnurinn sitji rétt. Þegar krabbameinslyfjameðferðinni er lokið er auðvelt að fjarlægja hann. *Þú getur þurft að láta skola hann reglulega og það skaltu ræða við krabbameinslækni þinn eða hjúkrunarfærðing.
Lyfjabrunnur er á stærð við tíkall, bara þykkari, og sést aðeins sem svolítil bunga undir húðinni. Það fylgja því ýmsir kostir að vera með lyfjabrunn:
-
Ekki þarf að finna æð í hvert skipti sem þér eru gefin lyfin. Sérstök nál passar í lyfjabrunnin svo þú finnur aðeins örlitla stungu og það þarf ekki að leita og pota og stinga til að finna nothæfa æð. Þú getur fengið deyfiplástur sem þú setur á þig sjálf kukkustund fyrir lyfjagjöf og þá finnurðu minna fyrir þessu.
-
Lyfjabrunnur getur verið sérlega heppilegur fyrir konur sem finna fyrir bjúg eða bólgu í handleggnum þeim megin sem þær voru skornar. *Yfirleitt er rétt að forðast að láta stinga í handlegg eða hönd þeim megin sem þú varst skorin, hafi eitlar verið fjarlægðir.
-
Lyfin fara beina leið út í meginblóðrásina svo þau berast hratt og örugglega til allra hluta líkamans.
-
Sumar tegundir krabbameinslyfja geta framkallað óþægindi þegar þau eru gefin í æð sem liggur grunnt undir húðinni. Lyfjabrunnur kemur í veg fyrir þess háttar óþægindi.
-
Þegar ekki er hægt að taka blóðsýni úr handlegg er það tekið úr brunni. Það fækkar einnig þeim skiptum sem annars þyrfti að stinga í þig.
![]() |
Lyfjabrunnur settur í æð fyrir krabbameinslyfjameðferð A Lyfjabrunnur |
---|---|
ÞB