Avastin®
Avastin® (Bevacizumab) er marksækið lyf sem kemur í veg fyrir nýmyndun æða og hefur lyfið verið samþykkt í því skyni að meðhöndla meinvörp krabbameins í lungum, ristli og endaþarmi.
Lyf af þessu tagi (antiangiogenesis-lyf) koma í veg fyrir nýmyndun æða og að blóð geti borist til krabbameinsfrumna og hafa sýnt virkni á meinvörp krabbameins í ristli og lungum. Einnig langt gengið þekjufrumukrabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu.
Margt bendir til þess að bevacizumab geti virkað á dreift brjóstakrabbamein.
ÞB