Pertuzumab (Perjeta®)

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.


Hvað er Perjeta® og við hverju er það notað

Perjeta® inniheldur virka efnið pertuzumab og er notað til að meðhöndla einstaklinga með brjóstakrabbamein ef:
·         sýnt hefur verið fram á að krabbameinið sé af „HER2-jákvæðri” gerð – læknirinn mun gera próf til að rannsaka það.
·         krabbameinið hefur myndað meinvörp og hefur ekki verið meðhöndlað með krabbameinslyfjum áður, eða með öðrum lyfjum sem eiga að ráðast gegn HER2, eða að krabbameinið hafi komið aftur í brjóstið eftir fyrri meðferð.
Með Perjeta® eru einnig gefin lyfin trastuzumab og krabbameinslyfið docetaxel  .


Hvernig virkar Perjeta ®?

Perjeta® tilheyrir lyfjaflokki sem nefnist einstofna mótefni, en þau festast við tilteknar sameindir í líkamanum og á krabbameinsfrumunum. Perjeta® þekkir og binst við sameind sem nefnist vaxtarþáttaviðtaki þekjufruma 2 (HER2), þ.e. HER2-jákvæðar brjóstakrabbameinssfrumur. HER2 er að finna í miklu magni á yfirborði sumra krabbameinsfrumna, þar sem það örvar vöxt þeirra. Þegar Perjeta® binst við HER2 á krabbameinsfrumunum getur það hægt á vexti þeirra, stöðvað hann eða drepið frumurnar.

Heimild: Perjeta fylgiseðill, Lyfjastofnun.is, http://www.ema.europa.eu/docs/is_IS/document_library/EPAR_-_Product_Information/human/002547/WC500140980.pdf