Trastuzumab emtansín (Kadcyla® )

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti og hefur eingöngu verið notað í klíniskum rannsóknum á Íslandi hingað til.

Hvað er Kadcyla®

Kadcyla® inniheldur virka efnið trastuzúmab emtansín, sem er gert úr tveimur samtengdum einingum, þ.e. einstofna mótefni(trastuzumab) og örpípuhemli(DM1):

·         trastuzúmab – einstofna mótefni sem binst sértækt viðtökum eða mótefnavaka  sem nefnist HER2. HER2 finnst í miklu magni á yfirborði sumra krabbameinsfruma þar sem próteinið örvar vöxt þeirra. Þegar trastuzúmab binst HER2 getur það stöðvað vöxt krabbameinsfrumnanna og leitt til dauða þeirra.

·         DM1 – efni sem vinnur gegn krabbameini sem virkjast þegar Kadcyla® fer inn í krabbameinsfrumuna.

Hvenær er Kadcyla® notað?

Kadcyla® er notað við brjóstakrabbameini ef:

·         krabbameinsfrumurnar hafa mikið af HER2 próteinum á yfirborði sínu – læknirinn mun rannsaka krabbameinsfrumurnar með tilliti til þessa.

·         þegar lyfið trastuzúmab og lyf sem kallast taxan hafa verið gefin.

·         ef krabbameinið hefur dreift sér til svæða sem liggja nærri brjóstum eða til annarra hluta líkamans

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Kadcyla® getur valdið því að sumir kvillar versna eða valdið aukaverkunum. 

Heimild: Kadcyla fylgiseðill. Lyfjastofnun.is, http://www.ema.europa.eu/docs/is_IS/document_library/EPAR_-_Product_Information/human/002389/WC500158593.pdf