Yfirlit yfir mismunandi meðferðarleiðir
Fyrir hvert stig brjóstakrabbameins koma í grófum dráttum þrjár leiðir til greina við meðhöndlun sjúkdómsins. Hvaða leið eða leiðir verða fyrir valinu ákveðið þið saman, þú og krabbameinsteymið þitt:
-
Staðbundinni/svæðisbundinni meðferð (local treatment) er beint að brjóstinu og eitlum umhverfis brjóstið. ("Svæðisbundinn" vísar til eitla sem er að finna í líkamanum nálægt brjóstinu - aðliggjandi eitla.) Þegar um dreift krabbamein er að ræða er stundum gripið til staðbundinnar meðferðir á afmörkuðum svæðum þangað sem krabbameinið hefur sáð sér, t.d. í bein eða lungu.
-
"Kerfislæg" meðferð (systematic treatment) er meðferð sem hefur áhrif á allan líkamann og er í rauninni lyfjameðferð af einhverju tagi.
-
Óhefðbundnar meðferðir eða heildrænar meðferðir snúast um manneskjuna sem heild, ekki aðeins líkamann heldur einnig huga hennar og sál.
Þeir sem lesið hafa íslenska þýðingu á meðferðahlutanum eru Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum við Landspítala-Háskólasjúkrahús og Sigurður Böðvarsson, læknir, sérfræðingur í lyf- og krabbameinslækningum.
ÞB