Yfirlit yfir mismunandi meðferðarleiðir

Fyrir hvert stig brjóstakrabbameins koma í grófum dráttum þrjár leiðir til greina við meðhöndlun sjúkdómsins. Hvaða leið eða leiðir verða fyrir valinu ákveðið þið saman, þú og krabbameinsteymið þitt:

  1. Staðbundinni/svæðisbundinni meðferð (local treatment) er beint að brjóstinu og eitlum umhverfis brjóstið. ("Svæðisbundinn" vísar til eitla sem er að finna í líkamanum nálægt brjóstinu - aðliggjandi eitla.) Þegar um dreift krabbamein er að ræða er stundum gripið til staðbundinnar meðferðir á afmörkuðum svæðum þangað sem krabbameinið hefur sáð sér, t.d. í bein eða lungu.

  2. "Kerfislæg" meðferð (systematic treatment) er meðferð sem hefur áhrif á allan líkamann og er í rauninni lyfjameðferð af einhverju tagi.

  3. Óhefðbundnar meðferðir eða heildrænar meðferðir snúast um manneskjuna sem heild, ekki aðeins líkamann heldur einnig huga hennar og sál.

Þeir sem lesið hafa íslenska þýðingu á meðferðahlutanum eru Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum við Landspítala-Háskólasjúkrahús og Sigurður Böðvarsson, læknir, sérfræðingur í lyf- og krabbameinslækningum.

ÞB