Eitlar í brjósti
Brjósteitlarnir eru undir rifjahylkinu, í skjóli af bringubeininu. Bæði brjósteitlar og holhandareitlar sía sogæðavökva sem streymir um innri (mið) hluta brjóstsins.
Óhægt er að koma auga á brjósteitlana með myndtækni (eins og röntgenmyndum). Jafnvel með skurðaðgerð er erfitt að komast að þeim til að rannsaka þá. Læknar treysta því yfirleitt á þær upplýsingar sem afla má með rannsókn á holhandareitlunum.
-
Hafi æxli fundist í innri helmingi brjósts og engar krabbameinsfrumur að finna í holhandareitlunum, er líklegt að brjósteitlarnir séu einnig í lagi. Engin þörf er á frekari aðgerðum í sambandi við þessa eitla.
-
Hafi æxli fundi í innri helmingi brjóstsins og krabbameinsfrumur sáð sér í holhandareitla, er hugsanlegt að hið sama gildi um brjósteitlana. Ekki hefur verið skilgreint nákvæmlega hverjir kostirnir kunna að vera við staðbundna geislameðferð, þegar svona er ástatt. Sumir læknar kunna að mæla með henni. Sjaldan er átt við brjósteitlana með skurðaðgerð. Þess í stað er mælt með kerfislægri meðferð vegna þeirrar gagns sem hún getur gert fyrir allan líkamann, þar á meðal brjósteitlana.
Eitlasvæði umhverfis brjóstið A Stóri brjóstvöðvinn (pectoralis major) |
ÞB