Eitlar í holhönd

Hjá konum með ífarandi brjóstakrabbamein, þarf að rannsaka aðliggjandi eitla (eitlana sem liggja næst brjóstinu sem krabbamein hefur greinst í) til að ganga úr skugga um hvort krabbamein hefur sáð sér til eitlanna og meðhöndla það ef svo er.

Eitlar í holhönd

Ástand eitla má kanna:

  • með hefðbundnu eitlanámi, og eru þá fjarlægðir I. og II. hæðar holhandareitlar.

  • með því að fjarlægja varðeitla. Þessi aðferð er ný og með henni einungis fjarlægðir og rannsakaðir þeir eitlar sem  máli skipta hjá konum með ífarandi brjóstakrabbamein á fyrstu stigum sem litlar eða meðalíkur eru á að hafi sáð sér í eitla. 

Hvort gera þarf frekari ráðstafanir og fjarlægja fleiri eitla úr holhöndinni fer eftir því hvort fundist hafa krabbameinsfrumur í eitlunum. Finnist krabbameinsfrumur í fjarlægðum eitlum, kann geislalæknir að mæla með geislameðferð á þá holhandareitla sem enn eru á sínum stað. Ákvörðun um það ræðst af ýmsum þáttum sem þið munið skoða saman og meta eins og hve margir eitlar hafa þegar verið teknir, hve margir þeirra voru sýktir, hvaða aðrar meðferðir þú ferð í og heilsufar þitt að öðru leyti.

ÞB