Hvert krabbamein hefur sín séreinkenni
Eftir því sem krabbameinsæxli vex myndast nýjar og ólíkar tegundir brjóstakrabbameinsfrumna í æxlinu. Samsetning frumnanna sem verður til með tímanum verður sífellt flóknari. Jafnvel þótt hver fruma í æxlinu eigi uppruna sinn að rekja til sömu "móður"frumu eru krabbameinsfrumur í æxli ekki allar eins. Sú staðreynd að eitt krabbamein er samsett úr mismunandi tegundum frumna kallast "misleitni æxlis".
Um það bil sem brjóstakrabbameinsæxli er orðið einn sentímetri að stærð eru þær milljónir frumna sem æxlið er myndað af hver annarri ólíkar. Sérhvert krabbamein hefur sitt eigið erfðamót eða fingrafar sem myndað er af erfðaefni frumnanna. Nánast öruggt má telja að tvær konur með brjóstakrabbamein sem eru jafngamlari, jafnháar, jafnþungar, af sama litarhætti, með svipaða heilsufarssögu eru með gjörólíkt krabbamein. Hið eina sem krabbameinsæxli þeirra eiga sameiginlegt er að þau eiga upptök sín í brjóstinu.
ÞB