Þol krabbameinsæxla
Í æxli getur með tímanum þróast ákveðið þol fyrir lyfjum. Það gerist þegar krabbameinsfrumum tekst að lifa af árás ákveðinna lyfja. Svo getur farið að með ákveðnu lyfi takist að drepa vissar frumur en ekki aðrar. Frumur sem lifa lyfjagjöf af kallast þolnar frumur. Þær þoldu krabbameinslyfið og því taka þær fyrr eða síðar að fjölga sér. Þannig tekur krabbamein sig upp.
Til að losna við þolnar krabbameinsfrumur þarf nýtt lyf sem virkar öðruvísi en það eða þau sem þú hefur áður fengið. Stundum getur ný meðferð með öðruvísi krabbameinslyfjum gert út af við það sem eftir var af krabbameinsfrumum, í öðrum tilfellum gæti þurft að fjölga lyfjahringjum og gefa sömu lyf áfram.
ÞB