Röð meðferða

Læknir þinn eða læknateymi mun að öll líkindum mæla með ákveðinni röð meðferða. Eftirfarandi er algengasta leiðin sem farin er:

  • Skurðaðgerð kemur venjulega fyrst.

  • Eigir þú að fá meðferð með krabbameinslyfjum kemur hún oft í kjölfar skurðaðgerðar.

  • Á eftir skurðaðgerð og krabbameinslyfjum (þegar þau eru gefin) kemur yfirleitt geislameðferð.

  • Algengast er að byrjað sé að taka inn tamoxifen eða annað móthormónalyf (and-estrógen) þegar öðrum meðferðum er lokið.

Það eru samt margar undantekningar frá þessari röð. Konum með sjúkdóminn á III. eða IV. stigi fara oft í meðferð með krabbameinslyfjum fyrst til að minnka æxli og ráðast að krabbameinsfrumum annars staðar í líkamanum, áður en gerð er meiri háttar skurðaðgerð. Á sumum sjúkrahúsum (í Bandaríkjunum) og í klínískum rannsóknum er til í dæminu að konur fari í meðferð með krabbameinslyfjum og geislameðferð samtímis. Margs kyns afbrigði finnast í sambandi við röð og tímasetningu.  

Ræddu við lækni þinn til að ákveða hvað meðferðaröð mundi koma sér best fyrir þig. 

 ÞB