Staðbundin meðferð við dreifðu krabbameini (meinvörpum)

Þegar í hlut á kona með dreifðan sjúkdóm (brjóstakrabbamein hefur sáð sér út fyrir brjóst og eitla) ræðst ákvörðun um meðferð á brjósti og aðliggjandi eitlum af margvíslegum atriðum: Ástandi konunnar, hversu mikið krabbamein finnst í brjósti og eitlum (og hvort það framkallar einhver teikn eða einkenni eins og þeim er lýst hér á eftir), útbreiðslu meinvarpa, hvaða árangri kerfislæg meðferð skilar og fleiri læknisfræðilegum þáttum.

Til greina getur komið að veita staðbundna meðferð á sérstökum líkamshlutum þar sem krabbamein hefur sáð sér í því skyni að lina ákveðin teikn eða einkenni. "Teikn" eru líkamleg merki sem hægt er að þreifa, sjá (með berum augum eða röntgengeislum) eða mæla á annan hátt (til dæmis með blóðsýnum). Teikn kunna að framkalla "einkenni" sem er eitthvað sem þú finnur fyrir, en það þarf ekki að vera svo.

  

  • Að geisla ákveðin svæði er eitthvað sem hugsanlega er mælt með framkalli þau sársauka, verk, magnleysi, doða, blæðingar eða önnur einkenni. 

  • Að gera aðgerð er eitthvað sem hugsanlega er mælt með til að lina eða koma í veg fyrir ákveðið vandamál (sé t.d. líklegt að hand- eða fótleggur brotni sem veiklast hefur af meinvörpum) þar er hugsanlegt að  með skurðaðgerð mætti styrkja viðkomandi bein. 

  • ÞB