Eitlar ofan viðbeins
Þessir eitlar eru ofan við viðbein, neðst á hálsinum. Þeir eru næsta hæð fyrir ofan holhandareitlana í "frárennsliskerfi" líkamans, þ.e. sogæðakerfinu. Hvort meðhöndla þarf eitla ofan viðbeins sérstaklega fer eftir því að hvaða marki holhandareitlar eru sýktir. :
-
Finnist engin merki um krabbameinsfrumur í holhandareitlum, er engin ástæða til að meðhöndla eitla ofan viðbeins.
-
Finnist krabbameinsfrumur í holhandareitlum kann það að vera til bóta að geisla eitla ofan viðbeins. Skoðanir eru skiptar um þetta atriði, og ekkert "rétt" svar til. Margir læknar vilja láta geisla eitla ofan viðbeins finnist krabbameinsfrumur í einum eða fleiri holhandareitlum, en jafn margiri vilja ekki láta snerta við þeim — jafnvel þótt krabbamein finnist í mörgum holhandareitlum. Kerfismeðferðir (eins og krabbameinslyfjameðferð eða andhormónameðferð) er sú aðferð sem flestir kjósa að grípa til í því skyni að meðhöndla eitla ofan viðbeins.
-
Sé krabbamein einungis að finna í eitli ofan viðbeins, er hugsanlega tekið sýni úr honum eða hann fjarlægður til að fá staðfesta greiningu, ná betri tökum á krabbameininu eða ráða bót á einkennum svo sem verkjum. Ræddu við lækni þinn um hvað kann að vera þér fyrir bestu.
Eitlasvæði umhverfis brjóstið A Stóri brjóstvöðvinn (pectoralis major) |