Að vega og meta meðferðarleiðir
Hvernig get ég vitað hvort einhver ákveðin meðferð breytir miklu eða litlu fyrir mig?
Erfitt getur verið og ruglandi að reyna að átta sig á tölum í rannsóknarniðurstöðum. Þær byggjast á alls kyns tölfræðilegum útreikningum sem þú kærir þig hugsanlega hvorki um né þarft að skilja.
Eitt er þó mikilvægt að þú vitir og það er að mikill munur er á samanburði talna eftir því hvort hann er hlutfallslegur eða altækur. Virðist þetta flókið? Það er það! Jafvel læknar geta ruglast í ríminu. Þú getur hins vegar ekki vitað hve mikið gagn þú getur haft af ákveðinni meðferð án þess að þekkja muninn.
Hlutfallslegur og altækur samanburður í daglega lífinu
Hér kemur hversdagslegt dæmi um hvernig þessi tvenns konar samanburður virkar: Segjum að í herbergi afkvæmis þíns sé drasl sjö daga vikunnar nema þú gerir eitthvað í því. Eitt af því sem þú getur gert er að hrópa á hverjum degi: "Taktu til í herberginu þínu og það strax! Heyrirðu það? Ég sagði STRAX!"
Við þessa "meðferð" með hrópi og köllum má búast við að blessaður unglingurinn taki til í herberginu sínu þrisvar í viku. Niðurstaðan: Með því að hrópa samanborið við að hrópa ekki er niðurstaðan sú að hætta á drasli í herberginu minnkar HLUTFALLSLEGA um 43% — fer úr sjö dögum vikunnar í fjóra daga á viku (3 eru 43% af 7).
Munurinn á þeim fjölda daga sem unglingurinn tekur til í herberginu sínu miðað við hróp og ekki hróp er þrír dagar í viku (7–4 = 3). Þessi tala er ALTÆK og táknar hve mikið hættan á draslaralegu herbergi minnkar altækt.
Voru öll þessi hróp og köll ómaksins virði fyrir snyrtilegt herbergi þrjá daga vikunnar? Til að svara því þarftu að taka tillit til aukaverkana: Þú ert gröm yfir að þurfa að æpa, unglingurinn er líka pirraður og þér er illt í hálsinum!
Að skilja niðurstöður læknisfræðilegra rannsókna
Lestu þessa tilbúnu rannsókn og skýringarnar lið fyrir lið. Að því loknu ættir þú að minnsta kosti að hafa einhverja hugmynd um út á hvað þetta gengur.
Efniviður og aðferðir: Hugsaðu þér rannsókn þar sem borinn er saman árangur af annars vegar meðferð með lyfi A og hins vegar meðferð með lyfi B í því skyni að lækka blóðþrýsting.
Í rannsókninni fékk jafnmargt fólk lyfið A og þeir sem fengu lyfið B. Blóðþrýstingurinn var mældur daglega á þeim tveimur árum sem rannsóknin stóð yfir.
Niðurstöður rannsóknar: Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að lyfið A lækkaði blóðþrýsting fólks að meðaltali um 10%. Lyfið B lækkaði blóðþrýsting að meðaltali um 12%.
-
HLUTFALLSLEGUR samanburður niðurstaðna: Hlutfallslega var árangur af lyfi B 20% betri í því að lækka blóðþrýsting en lyfsins A. Hvernig fæst talan 20%? Munurinn á 12 og 10 er 2 og 2 eru 20% af 10.
Því geta framleiðendur lyfsins B fullyrt að lyfið sýni 20% betri árangur í að lækka blóðþrýsting en lyfið A. -
ALTÆKUR samanburður niðurstaðna: Við altækan samanburð á lyfjunum tveimur fæst 2% munur. Hvernig fæst talan 2%? Einfaldlega með því að draga 10% frá 12%.
-
Framleiðendur lyfsins A geta því fullyrt að takir þú inn lyf B muni blóðþrýstingurinn aðeins verða um 2% lægri en ef þú tekur inn lyf A.
Báðar fullyrðingarnar eru sannar. Þær byggjast bara á mismunandi aðferðum við að bera saman tölur. Einmitt það sem gerir þetta svo flókið. Yfirleitt er það þannig að þegar fólk vill gera mikið úr niðurstöðum notar það hlutfallslegan samanburð. Þegar fólk hins vegar kýs að gefa til kynna að munurinn á tveimur mismunandi lyfjum sé í rauninni lítill, notað það altækar tölur.
Hér er annað dæmi um hvernig hlutfallslegur og altækur samanaburður virkar þegar verið er að fjalla um aukaverkanir lyfja:
Fleiri rannsóknarniðurstöður: Rannsakendur komust að því hættan á að fólk sem tók lyfið A fengi heilablóðfall væri 0,5%, en að hættan væri 1% hjá þeim sem tóku inn lyfið B.
-
HLUTFALLSLEGUR samanburður aukaverkana: Í rannsókninni var hættan á því að fá heilblóðfall 50% þegar lyfið A var notað heldur en með lyfi B. Hvernig fæst talan 50% Hún fæst með því að munurinn á einum heilum, 1, og hálfum, 0,5 er 50%.
Því geta framleiðendur lyfsins A með réttu fullyrð að samkvæmt rannsókninni séu 50% minni líkur á að þú fáir heilablóðfall ef þú tekur inn lyfið A en ef þú notar lyfið B. -
ALTÆKUR samanburður aukaverkana: Sé samanburðurinn altækur, reynist munurinn á lyfjunum tveimur og aukaverkunum þeirra vera 0.5% (1%–0.5% = 0.5%).
Þegar blandað er saman hlutfallslegum og altækum niðurstöðum
Framleiðendur lyfsins B munu vilja staðhæfa að lyfið þeirra sé 20% áhrifaríkara en lyfið A þegar kemur að því að lækka blóðþrýsting (HLUTFALLSLEGUR samanaburður) og að það auki líkurnar á að þú fáir heilablóðfall um aðeins 0,5% (ALTÆKUR samanburður).
Þetta er sígilt dæmi um það hvernig hægt er að nota hlutfallslegan og altækan samanburð þannig að það rugli fólk í ríminu. Í staðhæfingum um lyfið B er bæði notaður hlutfallslegur samanburður og altækur samanburður í sömu setningunni.
Til þess að koma í veg fyrir rugling þyrfti staðhæfingin að fela í sér annaðhvort tvennan hlutfallslegan samanburð eða tvennan altækan samanburð. Svo væri líka hægt að sýna ferns konar samanburð.
-
Tvenns konar hlutfallslegur samanburður: "Lyfið B er 20% betra í að lækka blóðþrýsing, en takir þú lyfið A eru 50% minni líkur á að þú fáir heilablóðfall."
-
Tvenns konar altækur samanburður: "Takir þú lyfið B mun blóðþrýstingur þinn að líkindum lækka 2% meira en ef þú tekur lyfið A, en líkurnar á að þú fáir heilablóðfall aukast um 0,5%.
Þú sérð hvað hægt er að gera lyfið B miklu fýsilegra en A með því að nota í senn hlutfallslegan og altækan samanburð.
Að bera saman appelsínur og appelsínur
Í hlutfallslegum samanburði er verið að bera saman PRÓSENTUR appelsína en í altækum samanburði er verið að bera saman FJÖLDA appelsína.
Það sem gerir þetta enn ruglingslegra er að það er í rauninni hægt að bera saman tölurnar á þrjá mismunandi vegu: ein leiðin er altæk, tvær eru hlutfallslegar.
Auðvelt er að koma auga á að ALTÆKUR MUNUR á þessum tveimur appelsínumengjum er 2. Í B menginu eru appelsínurnar tveimur fleiri en í B og í A eru appelsínurnar tveimur færri en í B.
Hvað með muninn í prósentum (HLUTFALLSLEGA MUNINN)?
-
2 eru 20% of 10.
Það þýðir að 12 er 20% meira en 10 og að B mengið (eða hópurinn) sé 20% stærri en hópur A. -
2 eru einnig 16.6% af 12.
Það þýðir að 10 er 16.6% minna en 12 og að hópur A er 16.6% minni en hópur B.
Hér er altæki munurinn því 2, en hins vegar fást tvær hlutfallslegar tölur yfir mismuninn: 20% og 16.6%.
Að bera saman prósentutölur
Segjum nú að hver appelsína tákni einnig stærðfræðilega hugtakið 1%. Hópur A er 10%. Hópur B er 12%.
Aftur er ALTÆKUR MUNUR á þessum tveimur hópum 12% mínus 10 sama sem 2%. Útreikningurinn er sá sami eins og þegar aðeins var talað um appelsínur, einungis bætt prósentumerki aftan við töluna.
Í HLUTFALLSLEGUM skilningi:
-
Þegar appelsínurnar eru prósentur er samanburðurinn nákvæmlega sá sami og þegar appelsínur voru bara appelsínur: 2% er 20% of 10% þannig að hópur B er 20% stærri en hópur A.
-
2% er líka 16.6% af 12%. Þannig að þegar bornar eru saman tölurnar 10% og 12% er hópur A eftir sem áður 16.6% minni en hópur B.
Góð aðferð til að virða fyrir sér hlutfallslegan samanburð er að líta framhjá prósentumerkinu. Hugsaður þér tölurnar sem appelsínur. Hlutfallslegur samanburður svarar spurningunni: Hve mörgum prósentustigum er einn hópur stærri (eða minni) en annar?
Eini munurinn er sá að áður voru bornar saman appelsínur en nú er verið að bera saman prósentutölur.
Lærdómur sem draga má af þessu: Afar áríðandi er að vita hvernig má átta sig á því hvort ákveðið lyf eða meðferð getur hjálpað og hve mikið gagn má hafa af því. Þegar þú stendur frammi fyrir ákvörðun um taka ekki inn lyf, byrja á nýju lyfi eða velja eina meðferð fram yfir aðra þarftu að geta áttað þig á muninum á hlutfallslegum og altækum líkum.
Appelsínur, prósentutölur, samanburður— þér kann að finnast ómögulegt að botna í þessu. Það tekur tíma og æfingu að skilja til fulls um hvað þetta snýst. Það er þó ómaksins virði. Þegar þú hefur á annað borð skilið þetta geturðu séð hvort nýtt lyf er miklu betra en gamla lyfið, örlítið betra eða kannski bara alls ekkert betra.
Næst þegar þú rekst á staðhæfingar í einhverri rannsókn um "altækar líkur" og "hlutfallslegar líkur" skaltu gefa þér tíma til að lesa aftur útskýringarnar hér að ofan. Lestu þær í gegn og reyndu að nota þær á tölurnar í rannsókninni. Því oftar sem þú gerir þetta, þeim mun auðveldara verður það.
Gangi þér vel! Það er HLUTFALLSLEGA erfitt að komast í gegnum þetta en ALGJÖRLEGA þess virði!
ÞB