Að skilja líkur á brjóstakrabbameini

Hver fær brjóstakrabbamein?

Allar konur eiga á hættu að fá brjóstakrabbamein. Eftir því sem þær eldist aukast líkurnar. Sé gert ráð fyrir að kona verði níræð eru líkurnar á að hún fái brjóstakrabbamein 12% á ævinni.

Virðast það vera MIKLAR líkur? Það kann að hljóma þannig því það þýðir að ein af hverjum 8 konum fær brjóstakrabbamein miðað við 80 ára langa ævi.

Það má þó einnig líta á þetta frá annarri hlið því að 12% líkur á brjóstakrabbameini þýðir að það eru 88% líkur á að fá EKKI brjóstakrabbamein.

Hvað getur MINNKAÐ líkur á að fá brjóstakrabbamein?

Hvað getur AUKIÐ líkur á að fá brjóstakrabbamein? • Hollt mataræði. 

 • Losna við aukakíló. 

 • Reglubundin hreyfing.

 • Minnka áfengisneyslu.

 • Hætta að reykja.

 • Minnka eða stöðva östrógenframleiðslu.

 • Fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir þær sem eru í mikilli hættu (með skurðaðgerð, lyfjum).

 

 • Að hafa greinst með brjóstakrabbamein eða eiga náinn ættingja sem hefur fengið brjóstakrabbamein.

 • Reykingar.

 • Of mikil líkamsþyngd.

 • Langvinn östrógenframleiðsla.

 • Óeðlilegur frumuvöxtur í brjóstum.

 • Fyrsta meðganga og fæðing eftir þrítugt.

 • Að hafa ekki alið fullburða barn.

 • Mikil áfengisneysla.

 • Að fá fyrstu blæðingar snemma.

 • Að fara seint úr barneign.Hve mikið breytast líkurnar?

Mikilvægt er að vita hvaða þættir geta aukið líkur á brjóstakrabbameini og hvað minnkað þær. Líklega viltu helst fá að vita HVE MIKIÐ hve mikið þessir ákveðnu þættir geta breytt líkunum. 

Sé þér sagt að tiltekin meðferð geti minnkað líkurnar hjá þér um 40%, hvað þýðir það þá?

Til þess að skilja hvað felst í tölunum um líkur ÞÍNAR á að fá brjóstakrabbamein, þarftu að skilja hugtökin hlutfallegar líkur annars vegar og altækar líkur hins vegar. 

Hlutfallselgar líkur er sú tala sem segir hve mikið eitthvað sem þú gerir getur breytt líkum þínum eins og það að taka inn töflu, samanborið við líkurnar ef  lyfinu er sleppt. 

Altækar líkur er sú tala í prósentustigum sem líkur þínar breytast með því að þú geir eitthvað, eins og t.d. að taka inn töflu. Altæku líkurnar ráðast af því hve miklar líkurnar voru til að byrja með. 

Dæmi um að líkurnar minnki

Gerum ráð fyrir að líkurnar á að þú fáir brjóstakrabbamein séu 12%. Þú ákveður að taka inn lyfið A, sem getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 25%.

Það þýðir að líkur þínar á að fá brjóstakrabbamein takir þú inn lyf A eru 25% minni heldur en ef þú tekur ekki inn lyfið. Það er hin hlutfallslega minnkun á líkum með lyfinu A.

Hversu miklu breytir þessi 25% minnkun fyrir þig í raun og veru? Með því að minnka 12% líkur þínar um 25%, minnka þær um 3%.

Þessi 3% eru talan sem segir hve mikið altækar líkur minnka hjá þér sem þýðir að þær fara niður í 9% ef þú tekur lyfið A.

*Textaskýring:

Risk without Drug A =

Líkur án lyfsins A

Absolute Risk decrease with Drug A =

Minnkun á altækum líkum með lyfi A.

Dæmi um að líkurnar aukist

Gerum ráð fyrir að líkurnar á að þú fáir brjóstakrabbamein séu 12%, en þú þarft helst að taka inn lyfið B við einhverjum öðrum sjúkdómi. Lyfið B getur hinsvegar aukið líkur á að þú fáir brjóstakrabbamein um 40%.

Það er hlutfallslega aukningin á líkum með lyfinu B. Hve miklu breytir þessi 40% aukning fyrir þig í raun og veru?

Aukist 12% líkur þínar um 40%, aukast altækar líkur þínar um 4,8% sem er aukningin á altækum líkum þínum í þessu tilfelli. Þær fara því í 16,8%, takir þú inn lyf B.*Textaskýring:

Risk without Drug B =

Líkur án lyfsins B

Absolute Risk increase with Drug B =

Minnkun á altækum líkum með lyfi B.

 

ÞB