Gagnsemi andhormónameðferða

Andhormónalyf vinna gegn brjóstakrabbameini með hormónaviðtökum. Þeirra á meðal eru lyf sem verka beint á östrógenviðtaka á brjóstakrabbameinsfrumum. Hjá mörgum konum reynist andhormónameðferð ekki síður áhrifarík og jafnvel mikilvægari en aðrar meðferðir við brjóstakrabbameini. Hún er ekki eingöngu "viðbótarmeðferð".

Þar sem andhormónameðferð felst í að taka heima hjá sér inn eina litla töflu á dag gæti hún í fljótu bragði virst léttvægari en meðferð með krabbameinslyfjum sem gefin eru í æð á sjúkrahúsi. Staðreyndin er þó sú að andhormónalyf verka betur gegn brjóstakrabbameini með hormónaviðtökum en meðferð með krabbameinslyfjum. Hugsanlega mælir læknir þinn með báðum meðferðunum. Ástand þitt kann að krefjast þess að gripið sé til frekari aðgerða til að verjast krabbameininu og þá gæti krabbameinslyfjameðferð meðfram andhormónameðferð gefið slíka vörn.

Þú getur litið á andhormónameðferð sem mikilvæga tryggingu sem þú tekur til að styðja við aðrar meðferðir. Andhormónameðferð fylgja margir kostir. Hún getur:

  • dregið úr hættu á að krabbameinið taki sig upp eða dreifi sér,

  • dregið úr hættu á að nýtt krabbamein komi upp í hinu brjóstinu,

  • minnkað meðalstórt eða stórt æxli fyrir skurðaðgerð og gert það mögulegt að fara í fleygskurð í stað þess að láta taka allt brjóstið.

Hafir þú aldrei fengið brjóstakrabbamein en ert í sérstökum áhættuhópi með líkum yfir meðallagi á að fá sjúkdómuinn, geta andhormónalyf minnkað líkurnar.  

Flest hinna mismunandi andhormónalyfja hafa svipaða kosti. Þú velur með lækni þínum þá meðferð sem talin er henta þér best með tilliti til heilsufars og sjúkrasögu, hvort sem þú ert í barneign eða ekki, og með hliðsjón af eigin óskum. Meðmæli læknisins verða byggð á meginlínum eða reglum sem settar eru um meðferð (klínískum meðmælum) svo og reynslu hans af sjúklingum sem fengið hafa andhormónalyf fyrir hans tilstilli í áranna rás. Þegar þú hefur ákveðið hvaða meðferð þú vilt fylgja verður þú að taka lyfið samkvæmt fyrirmælum til þess að það komi þér að gagni.  

Auk gagnseminnar þurfið þig einnig að huga að mismunandi aukaverkunum sem kunna að fylgja lyfjunum. Með því að vega og meta og bera saman lyf mun þér takast að velja það sem hentar ÞÉR best.  

Í þessum hluta geturðu lesið meira um: 

ÞB