Aukaverkanir ERD-lyfja

Faslodex® (efnafræðiheiti: fulvestrant) er eina fáanlega ERD-lyfið sem stendur. Lyfinu er sprautað í vöðva og gefið konum komnum úr barneign með fjarmeinvörp brjóstakrabbameins með hormónaviðtökum sem önnur móthormónalyf eru hætt að virka á.

Meðal aukaverkana eru:

  • Roði þar sem sprautað er: Faslodex getur valdið roða, bólgum og verkjum þar sem sprautað er. Það á einkum við sé lyfið gefið með tveimur litlum sprautuskömmtum fremur einum stórum.

  • Magaverkir: Faslodex getur valdið magaverk eða kveisu hjá sumum konum.

  • Önnur einkenni: Faslodex getur valdið höfuðverk og bakverkjum hjá sumum konum.


Faslodex® hefur ekki verið rannsakað nógu lengi til þess að unnt sé að fullyrða eitthvað um áhrif lyfsins á beinheilsu.

 ÞB