Aukaverkanir þess að stöðva starfsemi eggjastokka eða taka þá

Hvort heldur starfsemi eggjastokka er stöðvuð með lyfjum eða þeir teknir með skurðaðgerð, getur það valdið aukaverkunum.

Meðal aukaverkana má nefna:

  • Spurningar um frjósemi: Sértu í barneign en lætur stöðva starfsemi eggjastokkanna eða taka þá, hættir líkaminn að losa egg mánaðarlega og þú verður ófrjó.

Flestir læknar eru á því að fyrst og fremst skuli stefnt að því að komast fyrir krabbameinið áður en tillit er tekið til barneigna. Þú þarft velja annað og hafna hinu. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi ef þú getur ekki alið eigið barn.

Sumar konur "leggja inn" egg áður en þær láta taka eggjastokkana eða byrja í lyfjagjöf sem stöðvar starfsemi þeirra. Mögulegt er að frjóvga þannig egg þótt ekki sé það auðvelt. Möguleikinn á að finna konu sem er tilbúin að ganga með fyrir þig er einnig fyrir hendi, hvort heldur er með þínum eigin frjóvguðu eggjum eða gjafaeggjum. Kynntu þeir mismunandi möguleika á að eignast börn. 

  • Beinþynning: Að nema brott eggjastokka eða stöðva starfsemi þeirra veldur töluverðri beinþynningu. Því yngri sem þú ert þegar þú ferð í svona meðferð, þeim mun meiri beinþynningui muntu verða fyrir.

 

  • Tíðahvarfaeinkenni: Sért í barneign, verður þú ófrjó við það að eggjastokkarnir eru fjarlægðir eða starfsemi þeirra stöðvuð. Þú ferð úr barneign á svipstundu séu eggjastokkarnir teknir, en það gerist hægar, takir þú inn lyf til að stöðva starfsemi þeirra. Þar sem þú munt glata megninu af östrógenbirgðum þínum, ferðu að finna fyrir tíðahvarfaeinkennum. Þau geta verið:

  • Hitakóf,

  • þyngdaraukning eða þemba,

  • þurrkur í leggöngum,

  • geðsveiflur,

  • depurð eða þunglyndi.


Hins vegar eru ýmsar leiðir til að takast á við þessi einkenni. Kynntu þér einkenni breytingaskeiðs, aukaverkanir tíðahvarfa og hvernig hægt er að takast á við þau.   

 ÞB