ERD-lyf


Í stuttu máli:

ERD-lyf koma í veg fyrir að estrógen geti sest á hormónaviðtaka. Hormónaviðtakar eru eins og eyru eða loftnet á frumum. Estrógen sendir boð um viðtakana sem skipa brjóstakrabbameinsfrumum að fjölga sér. Frumur með estrógenviðtökum vaxa og skipta sér þegar estrógen sest á viðtakana. ERD-lyf eins og Faslodex® eyðileggja viðtakana þannig að estrógen hefur ekkert að setjast á.

ERD er skammstöfun fyrir Estrogen Receptor Downregulators (hormónaviðtaka-breytar), tegund andhormónalyfs sem lokar á áhrif estrógens í brjóstvef. ERD-lyf virka á svipaðan hátt og SERM-lyf svo sem tamoxifen. ERD sest á estrógenviðtaka í brjóstafrumum. Þegar ERD-lyf situr á estrógenviðtökum, er ekki rými fyrir estrógen og það getur ekki tengt sig við frumuna. Þegar estrógen kemst ekki að á brjóstafrumu, berast frumunni ekki boð sem estrógen sendir frá sér um að vaxa og skipta sér. ERD-lyf geta einnig:

  • fækkað estrógenviðtökum

  • breytt lögun estrógenviðtaka í brjóstum þannig að þeir virka ekki eins vel.

Til er eitt ERD-lyf sem nota má til að meðhöndla hormónaviðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein:

  • Faslodex® (efnafræðiheiti: fulvestrant)

Frekari upplýsingar er að finna um Faslodex® í næstu grein; hverjum það er ætlað, gagnsemi þess og aukaverkanir.

ÞB