Gagnsemi þess að stöðva starfsemi eggjastokka eða taka þá

Að stöðva starfsemi eggjastokka eða taka þá er meðferð sem veitt er konum í barneign með brjóstakrabbamein með hormónaviðtökum. Til að koma í veg fyrir að eggjastokkarnir framleiði hormóna er hægt að taka inn lyf sem stöðvar starfsemi þeirra. Einnig er hægt að fara í skurðaðgerð og láta taka eggjastokkana. (Geislun á eggjastokka stöðvar ævinlega hormónaframleiðslu, en til hennar er afar sjaldan gripið). Allar þessar aðferðir stöðva vöxt krabbameinsfrumna.

Gagnsemi þess að stöðva starfsemi eggjastokka eða taka þá felst aðallega í tvennu:

  • Það minnkar hættu á að meinið taki sig upp. Að stöðva starfsemi eggjastokka eða taka þá getur minnkað líkur á að krabbamein taki sig upp. Bæta má við annars konar andhormónameðferð, svo sem með lyfinu tamoxifen, til að draga enn frekar úr hættunni og veita aukna vernd.

  • Það gerir þér mögulegt að taka inn aromatase-hemla. Konum í barneign með brjóstakrabbamein sem hefur haldið áfram að vaxa á meðan þær tóku inn tamoxifen má gefa aromatase-hemla hafi starfsemi eggjastokka verið stöðvuð eða þeir teknir og þær farið úr barneign við það. Þetta er sérlega gagnlegt fyrir konur sem ekki mega taka inn tamoxifen vegna blóðstorkusjúkdóma.

Brottnám eggjastokka hefur fleiri kosti:

  • Það dregur úr líkum á brjóstakrabbameini og krabbameini í eggjastokkum hjá konum með afbrigðilegan arfbera. Hjá konum með afbrigðilega BRCA1 eða BRCA2 arfbera kann það að nema brott eggjastokka minnkað líkur á að fá

  • brjóstakrabbamein um allt að 50%,

  • krabbamein í eggjastokk, eggjaleiðara eða lífhimnu um allt að 80%.

  • Það getur reynst ódýrari lausn en ýmis lyf*. Sumar konur velja brottnám eggjastokka eða geislun vegna þess að fjárhagurinn leyfir ekki annað (ekki af fúsum og frjálsum vilja). Margra ára andhormónameðferð getur reynst afar kostnaðarsöm, einkum fyrir þær konur sem ekki hæfa næga sjúkratryggingu.

*Ég leyfi þessu að fylgja með hér til að minna á hve lánsamar við erum, konur á Íslandi, að þurfa ekki að velta fyrir okkur þessari hlið málsins.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB