Gagnsemi ERD-lyfja

Eina ERD-lyfið (Estrogen-Receptor Downregulator) er Faslodex® (efnafræðiheiti: fulvestrant). Faslodex má gefa konum komnum úr barneign með fjarmeinvörp brjóstakrabbameins með hormónaviðtökum (krabbamein sem hefur sáð sér til annarra líffæra eða líkamshluta) sem bregst ekki lengur við öðrum andhormónalyfjum.

Tvær rannsóknir á lyfinu faslodex , önnur bandarísk, hin evrópsk, gáfu eftirfarandi niðurstöður:

  • Um það bil 17–20% kvenna sem tóku inn faslodex brugðust ýmist vel við eða fullkomlega. Það merkir að það hægði á vexti krabbameinsfrumna, þær hættu að fjölga sér eða æxlið minnkaði. Þessi svörun er svipuð þeim árangri sem náðst hefur með arimidex.

  • Viðbrögðin entust að meðaltali í fimm og hálfan mánuð. Eftir það hætti faslodex að hrífa og sjúkdómurinn fór í sama farið. Tíminn sem það tók sjúkdóminn að sækja fram var um það bil sá sami og með Arimidex®.

Faslodex getur gagnast konum komnum úr barneign sem eru með fjarmeinvörp brjóstakrabbameins með hormónaviðtökum sem tamoxifen eða aromatase-hemlar  hrífa ekki lengur á eða konum sem geta ekki notað önnur andhormónalyf (hugsanlega af völdum einhvers annars sjúkdóms).

ÞB