Framhaldsmeðferð með aromatase-hemlum eftir fimm ár

Framhaldsmeðferð þýðir að læknir þinn getur skrifað upp á andhormónalyf lengur en í fimm ár. Eftir fimm ár á tamoxifeni mæla margir læknar með fimm árum til viðbótar á aromatase-hemlunum femara. Þessi framhaldsmeðferð byggist á klíniskri rannsókn sem gengur undir nafninu MA-17.

Sú rannsókn náði til 5.000 kvenna. Í fimm ár átti helmingur þeirra að taka inn femara, hinn helmingurinn lyfleysu. Fyrir rannsóknina höfðu þær allar tekið inn tamoxifen í fjögur og hálft til sex ár eftir fyrstu meðferð við frumkrabbameini.

Rannsóknin sýndi að líkur á að sjúkdómurinn tæki sig upp minnkuðu tvöfalt við að taka inn femara miðað við lyfleysuna. Rannsókninni var hætt fyrr en til stóð þannig að allar konurnar ættu þess kost að taka inn femara sem "framhaldslyf".

Sértu með brjóstakrabbamein sem hefur dreift sér (meinvörp) og hefur þegar skipt úr tamoxifeni yfir í aromatase-hemla, ættir þú að halda áfram að taka inn lyfið eins lengi og það heldur krabbameininu í skefjum.

Taki krabbameinið sig upp og dreifist á meðan þú ert á ákveðnu lyfi, mun læknir þinn að öllum líkindum mæla með annarri tegund. Hann kann að leggja til aðra tegund aromatase-hemla eða meðferð með faslodexi (efnafræðiheiti: fulvestrant). Séu aromatase-hemlar hættir að virka er einnig unnt að nota tamoxifen. Það þjónar þó aðeins tilgangi að þú hafir aldrei tekið inn tamoxifen áður eða langt er um liðið síðan það var - ekki ef tamoxifenið hætti að virka.

ÞB