Meðmæli Samtaka krabbameinslækna í Bandaríkjunum (ASCO)

Samtök amerískra krabbameinslækna (The American Society of Clinical Oncologists - ASCO) gefa út leiðbeiningar um andhormónameðferðir við mismunandi aðstæður. Leiðbeiningar voru síðast gefnar út í desember 2004. Þær byggjast á niðurstöðum klíniskra rannsókna og þeirri notkun lyfjanna sem samþykkt hefur verið af Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna - FDA.

Leiðbeiningar ASCO fyrir konur með brjóstakrabbamein á fyrstu stigum

  • Aromatase-hemlar geta komið til greina:


  • Sé konan er komin úr barneign og brjóstakrabbameinið er með hormónaviðtökum,
  • sem fyrsta andhormónalyf (arimidex eða femara),
  • eftir tvö til þrjú ár á tamoxifeni (arimidex eða aromasin),
  • eftir fimm ár á tamoxifeni (femara),
  • fyrir skurðaðgerð til að minnka æxli sem eru stærri en tveir sentímetrar,
  • séu líkur á að konan fáir sjúkdóminn miklar án þess að hún hafi greinst með hann.
Aromatase-hemla skyldi taka í fimm ár. Þeir eru ekki gefnir lengur en í fimm ár nema þeim sem taka þátt í klínískum rannsóknum á áhrifum lyfsins.
  • Tamoxifen getur komið til greina:


  • Sé konan í barneign og með brjóstakrabbamein með hormónaviðtökum,
  • sé konan komin úr barneign en ræður illa við aukaverkanir aromatase-hemla, 
  • sé konan með staðbundið mein í mjólkurgangi (DCIS),
  • fyrir skurðaðgerð í því skyni að minnka æxli sem er stærra en tveir sentímetrar,
  • séu líkur á að konan fáir sjúkdóminn miklar án þess að hún hafi greinst með hann. 
Tamoxifen skyldi taka í fimm ár. Tamoxifen er ekki gefið lengur en fimm ár öðrum en þeim sem taka þátt í klínískum rannsóknum á áhrifum lyfins.   

Leiðbeiningar ASCO fyrir konur með langt genginn sjúkdóm (meinvörp):

  • Aromatase-hemla geta komið til greina:


  •  Hafi konan tekið inn tamoxifen í tvö til fimm ár.
  •  Hafi meinið stækkað eða sáð sér á þeim tíma sem konan tók inn tamoxifen. 

  • Faslodex sem er ERD-lyf (estrogen-receptor downregulator) getur komið til greina:


  • Hafi meinið stækkað eða sáð sér á sama tíma og konan tók inn aromatase-hemla eða tamoxifen.

ÞB