Óhefðbundnar meðferðir
Markmið óhefðbundinna meðferða er að ná fram jafnvægi allrar manneskjunnar — líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu — á sama tíma og hefðbundin læknisfræði vinnur sitt verk.
Rannsakendur vinna nú að því að öðlast skilning á gildi og gagnsemi óhefðbundinna meðferða fyrir krabbameinssjúka. Staðreyndin er sú að óhefðbundnar meðferðir geta líka gert ógagn fyrir krabbameinssjúklinga, unnið gegn hefðbundinni meðferð, verið kostnaðarsamar og tímafrekar. Þess vegna er mikilvægt að haft sé samráð við fagfólk þegar fólk íhugar óhefðbundnar meðferðir.
Í desemberhefti Læknablaðsins 2013 má finna úttekt á óhefðbundinni heilsustarfsemi eftir Svan Sigurbjörnsson lyflækni. http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1619/PDF/u06.pdf