Heilunaráhrif

Konur með brjóstakrabbamein þurfa iðulega að glíma daglega við líkamleg einkenni svo sem verki, kvíða, ógleði, uppköst og uppsafnaða þreytu. Samt af þessu stafar af sjálfum sjúkdómnum. Annað eru aukaverkanir meðferðar með krabbameinslyfjum, geislameðferðar eða móthormónameðferðar.

Þótt stutt sé síðan var farið að kanna óhefðbundnar meðferðir með vísindalegum aðferðum og rannsóknirnar séu smáar í sniðum sýna þó fyrstu niðurstöður að sumar óhefðbundnar meðferðir geta dregið úr ýmsum líkamlegum og andlegum einkennum hjá sumum. Þegar óhefðbundnum meðferðum er beitt um leið og viðteknum læknismeðferðum kunna þær að fela í sér nálgun sem er heildrænni en ella og til góðs.

Sérhver óhefðbundin meðferð virkar á mismunandi einkenni. Hér að neðan eru algengustu einkennin og þær óhefðbundnu meðferðir sem reynst hafa gagnlegar:

 

 

  Líkamleg einkenni

Einkenni

Óhefðbundin meðferð

Verkir
  • Nálastungur 
  • Hnykkmeðferð 
  • Dáleiðsla
  • Nudd 
  • Músíkþerapía
  • Reiki
  • Punktanudd (shiatsu (japanskt nudd)
Ógleði/Uppköst
  • Nálastungur 
  • Ilmolíumeðferð 
  • Dáleiðsla
  • Vöðvaslökun 
  • Punktanudd (shiatsu - japanskt nudd) 
Uppsöfnuð þreyta
  • Nálastungur 
  • Nudd
  • Hugleiðsla
  • Reiki
  • Tai chii
  • Jóga
Hár blóðþrýstingur
  • Ilmolíumeðferð 
Hitakóf
  • Nálastungur 
Höfuðverkur
  • Hnykkmeðferð
  • Punktanudd (shiatsu - japanskt nudd)
Stífir vöðvar
  • Ilmolíumeðferð 
  • Nudd
  • Punktanudd (shiatsu - japanskt nudd) 


   Andleg einkenni  

Einkenni

Óhefðbundin meðferð

Kvíði/streita/ótti
  • Ilmolíumeðferð
  • Sjónsköpun með handleiðslu 
  • Dáleiðsla
  • Dagbókarskrif 
  • Nudd
  • Hugleiðsla 
  • Músíkþerapía
  • Vöðvaslökun 
  • Bænagjörð
  • Stuðningshópar
  • Tai chi
  • Jóga
Depurð/þunglyndi
  • Ilmolíumeðferð 
  • Sjónsköpun með handleiðslu 
  • Dagbókarskrif
  • Vöðvaslökun 

ÞB