Hvað er óhefðbundin meðferð?
Óhefðbundnar meðferðir er hugtak sem notað er til að lýsa meðferðum eða leiðum til bættrar heilsu sem ekki eru hluti af hefðbundinni læknisfræði (venjulegri, viðtekinni, almennri læknisfræði). Á ensku er talað um alternative medicine þegar óhefðbundnar meðferðir eru látnar KOMA Í STAÐ hefðbundinnar læknisfræði.
ÞB
Það getur gert þér gott að bæta jóga, tai chi eða nuddi inn á meðferðarplanið þitt, en þú ættir ALDREI að skipta út viðtekinni meðferð (skurðaðgerð, krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, móthónameðferð) fyrir eitthvað annað. Því mælir breastcancer.org ekki með alternatívum aðferðum.
Hefðbundnar meðferðir byggjast á því sem hefur verið sannað að skili árangri. Þótt ýmsar rannsóknir sýni að konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein kunni að hafa gagn af óhefðbundnum meðferðum, er mikilvægt að gera sér grein fyrir að slíkar meðferðir þurfa yfirleitt ekki að gangast undir strangar prófanir eins og á við um hefðbundna læknisfræði.
Meðal óhefðbundinn meðferða er að finna nálastungur, jurtalækningar, nudd, stuðningshópa og jóga. Stundum eru óhefðbundnar meðferðir kallaðar heildrænar meðferðir einmitt vegna þess að þær miða að því að hafa áhrif á manneskjuna sem heild: líkamlega, tilfinningalega, andlega og félagslega.
Um fæðubótarefni og jurtir er fjallað sérstaklega í hlutanum um Næringu vegna þess að einfaldast er að fjalla um áhrif þeirra á líkamann út frá næringarfræði.
Nokkur fjöldi rannsókna hefur sýnt að um 80% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein hafa notfært sér að minnsta kosti eina óhefðbundna meðferðarleið jafnframt þeim hefðbundnu.