Kostnaður við óhefðbundnar meðferðir

*Gott getur verið athuga hvað er í boði inni á Endurhæfing eftir greiningu krabbameins og hjá stuðningsfélögum eins og Ljósinu  og Krafti og Samhjálp kvenna.

 

brjostakrabbi

Flestar þær meðferðir sem sagt er frá í þessum hluta þarf að greiða úr eigin vasa. Sum stéttarfélög kunna þó að taka þátt í einhverjum kostnaði af þessu tagi og rétt að kynna sér það. Hugsanlega geturðu líka samið um afslátt við meðferðaraðilann ef þú finnur að þú vilt koma reglulega í meðferð.  

Sjúkratrygging sem þú kannt að hafa keypt kann að ná yfir einhverjar tegundir meðferða, svo sem hjá hnykkjara. Kynntu þér það. 

Kostnaðurinn er sjálfsagt mismikill og fer eftir því hvar þú býrð og hvers konar meðferð þú sækist eftir og hvort notast þarf við einhver tæki eða efni. 

Ýmsar leiðir eru færar þótt kostnaður sé fyrirstaða, hafir þú á annað borð áhuga á að kynna þér óhefðbundnar meðferðir. Það má t.d.:

  • Kynna sér meðferðir sem veittar eru án endurgjalds. Flestir stuðningshópar sem boðið er upp á á vegum sjúkrahúsa eða bæjarfélaga eru ókeypis. Að halda dagbók eða stunda andlega iðkun og bænir kostar lítið eða ekkert. Í mörgum bókum og á vefsíðum má finna efni um hugleiðslu. Um leið og þú hefur áttað þig á grundvallaratriðunum getur þú byrjað að hugleiða á eigin spýtur.

  • Oft er boðið upp á frían kynningartíma í jóga eða tai chi þar sem slíkt er kennt. Þú kynnir þér það og gerir svo æfingarnar heima með aðstoð myndbands eða DVD. Sums staðar er boðið upp á tíma við vægu veðri á félagsmiðstöðvum hverfa og bæjarfélaga. 

 

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB