Að finna meðferðaraðila


Þegar þú hefur ákveðið með sjálfri þér að þú sért tilbúin að reyna einhverja óhefðbundna meðferð er næsta skref að velja  meðferðaraðila eða leiðbeinanda.

Sumir, t.d. nálastungulæknar, sjúkraþjálfarar og - nuddarar, þurfa leyfi til að starfa. Í því felst að farið er eftir ákveðnum, viðurkenndum reglum í sambandi við meðferð og viðkomandi hefur staðist tilskilið próf í beitingu hennar. Aðrir leiðbeinendur — í tai chi, hugleiðslu og dáleiðslu o.fl. — þurfa ekki leyfi. Mikilvægt er að spyrja leiðbeinandann/græðarann um menntun og reynslu þannig að þú sért sátt við bakgrunn hans og hvernig hann starfar áður en þú byrjar í meðferð. Ekki er verra ef þér að finna græðara/leiðbeinanda sem hefur reynslu af að vinna með konum með brjóstakrabbamein.

Hugsanlega getur krabbameinslæknir þinn gefið þér ábendingar og þannig hjálpað þér að finna góðan meðferðaraðila.

 

ÞB