Spurningar sem þú skalt leggja fyrir meðferðargjafann
Prentaðu greinina og hafðu við hendina:
-
Hve lengi hefur þú starfað við þessa sérstöku tegund óhefðbundinnar meðferðar?
-
Hvar lærðir þú (við hvaða skóla) og hvers konar þjálfun hefurðu fengið?
-
Hve mikla reynslu hefurðu í að meðhöndla konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein?
-
Tengistu einhverri heilsustofnun eða sjúkrahúsi sem meðhöndlar fólk með krabbamein?
-
Hefurðu leyfi eða vottorð frá einhverjum til þess bærum aðila? Hvaða?
-
Geturðu lýst fyrir mér í smáatriðum meðferðinni sem þú veitir?
-
Hvers konar vandamál eða kvilla hefur þér tekist að laga eða minnka?
-
Geturðu sagt frá einhverju dæmi þar sem þér hefur tekist vel með sams konar vandamál og mitt?
-
Hvernig mælirðu með að verði staðið að meðferðinni fyrir mig?
-
Hvernig get ég búist við að mér líði eftir hvern meðferðartíma?
-
Hefurðu einhvern tíma samhæft þína meðferð þeirri sem veitt er af öðrum í lækna- eða hjúkrunarstétt?
-
Mundirðu vilja ræða við krabbameinslækninn minn um meðferðina hjá þér?
-
Hefurðu meðhöndlað fleiri með sams konar vandamál og ég sem ég gæti fengið að tala við?
-
Hve mikið kostar hver tími?
-
Er hægt að sækja um styrki eða niðurgreiðslur á meðferðinni eða semja um afslátt af langtímameðferð?
-
Hvað líður langur tími þangað til við vitum hvort meðferðin skilar árangri eða ekki?
ÞB