Kröfur um öryggi og áhrif
Þótt margar óhefðbundnar aðferðir og læknisráð hafi verið notaðar öldum saman hafa vísindalegar athuganir á þeim verið af skornum skammti. Nú vinna hins vegar rannsakendur að því með tilstyrk stofnunar einnar í Bandaríkjunum sem heitir the National Center for Complementary and Alternative Medicine (NCCAM) að kanna vísindalega með vel útfærðum rannsóknum sumar þessara óhefðbundnu meðferða, þar á meðal nálastungur og nudd. Stofnunin er miðstöð óhefðbundinna og heildrænna meðferða við sjúkdómum.
Í sumum greinum óhefðbundinna meðferða hafa meðferðaraðilar með sér samtök sem hafa sett sér ákveðnar vinnureglur og gera kröfur sem þarf að uppfylla til að stunda þær. Í sumum greinum þarf starfsleyfi frá yfirvöldum. Hérlendis á það við um eftirtaldar meðferðir:
|
Þótt ekki þurfi leyfi yfirvalda til að stunda annars konar meðferðir, gefst græðurum oft kostur á að fá einhvers konar skjal eða vottorð til staðfestingar á að viðkomandi hafi hlotið fullnægjandi þjálfun. *Í því sambandi má benda á Bandalag íslenskra græðara, BÍG. Félagsmenn sem skrá sig í skráningarkerfi þeirra bera auðkennið Skráður græðari, auk fagheitis, samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í maí 2005. Öruggast er að leita til manneskju sem getur sýnt fram á slíkt þegar farið er í eftirtaldar meðferðir:
|
Sumum óhefðbundnum meðferðum fylgir í vissum tilfellum hætta eða líkur á aukaverkunum.
Ef þú ert með: |
Skaltu forðast eftirtaldar meðferðir: |
Sogæðabólga |
|
Blæðikvilla/notar blóðþynningarlyf |
|
Ert lág í hvítum blóðkornum eða í meðferð með krabbameinslyfjum |
|
Útbrot/í geislameðferð |
|
Veikluð bein/beinþynningu |
|
Geðræn vandamál/geðsýki |
|
Barnshafandi |
|
Þegar allt kemur til alls liggja engar vísindalegar sannanir fyrir um að með óhefðbundinni meðferð, einni eða fleiri, megi lækna krabbamein. Af óhefðbundnum meðferðum má hafa mest gagn séu þær hluti af heildarmeðferð og samþættar hefðbundnum læknismeðferðum. Segðu krabbameinslækni þínum ævinlega frá óhefðbundnum meðferðum sem þú hefur áhuga á að reyna. Hann setur það inn sem hluta af meðferðinni og getur hugsanlega mælt með góðum græðara eða meðferðaraðila.
ÞB