Fréttir af rannsóknum á óhefðbundnum meðferðum

Fullyrðingar um óhefðbundnar og heildrænar meðferðir sem geti átt þátt í að vinna á brjóstakrabbameini eru fleiri en tölu verður á komið á sama tíma og sárafáar rannsóknir hafa verið gerðar sem stutt geti þær fullyrðingar. Það þýðir ekki að þær séu ekki sannar. En án klínískra rannsókna á árangri og hugsanlegri hættu af slíkum meðferðum er mjög erfitt fyrir lækna að mæla með þeim.

Því hvetur breastcancer.org og styður heils hugar rannsóknir á öllum tegundum heildrænna meðferða við brjóstakrabbameini. Í hvert sinn sem læknisfræðileg (klínísk) rannsókn er birt, er sagt frá niðurstöðunum á vefsíðu samtakanna og sagt hvaða áhrif þær kunni að hafa á val þitt á meðferðarleiðum. 

Sérfræðingar okkar segja einnig frá þeim mörgu heildrænu meðferðum, þar á meðal slökun, hugleiðslu, nálastungum og fleira sem sýnt hefur verið fram á að draga úr aukaáhrifum og verkjum tengdum brjóstakrabbameini og læknismeðferðum við því.

Á þessum síðum má lesa um rannsóknir á jóga og fleiri óhefðbundnum og heildrænum meðferðum við krabbameini og aukaverkunum meðferða við því.

Fréttir af rannsóknum eru hluti af vefsetrinu breastcancer.org Research News. Sérfræðingar þeirra fylgjast með nýlegum niðurstöðum á sviði brjóstakrabbameinsrannsókna í leit að spennandi framförum, mikilvægum nýjungum og breytingum á því hvernig brjóstakrabbamein er meðhöndlað og greint.

Niðurstöðurnar eru kynntar á einföldu máli, mikilvægi þeirra útskýrt, hvernig staðið var að rannsóknunum og hvaða áhrif þær kunna að hafa fyrir ÞIG sem þetta lest.

Hafir þú áhuga á að fylgjast með nýjustu fréttum af rannsóknum, svo og öðru sem er að gerast hjá breastcancer org, þar á meðal spurningatímanum Ask-the-Expert Online Confernces, hvetjum við þig til að skrá þig inn og fá sendar nýjustu tilkynningar með ókeypis tölvupósti, free email updates.

 

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB