Talaðu við lækni þinn
Sex til sjö af hverjum tíu sem nota óhefðbundnar meðferðir samhliða hinum hefðbundnu segja krabbameinslækni sínum ekki frá því. Fyrir því gætu verið margar ástæður. Þar eð til skamms tíma hefur ekki verið boðið upp á fræðslu um óhefðbundnar meðferðir í læknadeildum háskólanna, telur fólk ef til vill að læknirinn viti ekkert um þær. Hugsanlegt er einnig að það sé vegna þess að sumar óhefðbundnar meðferðir virðast fremur tengjast andlegu sviði en líkamlegu og telji fólk því ástæðulaust að læknirinn fái vitneskju um það.
Hafir þú áhuga á að reyna einhverjar óhefðbundnar meðferðir, er mikilvægt að þú talir um það við krabbameinslækni þinn. Markmið hans er að þú fáir eins góða meðferð og hugsast getur. Samstarf og samræming milli lækna annars vegar og græðara sem þú leitar til hins vegar, stuðlar að því að þú fáir eins góða umönnun og mögulegt er.
Hvernig er best að ræða við lækni?
Rannsakendur fullyrða (og kannanir á vegum Breastcancer.org staðfesta það) að margir vilji ekki segja krabbameinslækni sínum frá því að þeir séu í óhefðbundinni meðferð.
Nokkrar ástæður kunna að vera fyrir því að fólk segist ekki geta rætt óhefðbundna meðferð. þessar eru helst nefndar:
-
Viðtastíminn hjá lækninum er ekki nógu langur til þess.
-
Læknirinn tekur málið hugsanlega ekki alvarlega.
-
Læknirinn kann að vera andsnúinn óhefðbundnu meðferðinni.
-
Læknirinn spyr ekkert út í óhefðbundnar meðferðir, og því skyldi fólk þá vera að segja þeim frá þessu?
-
Þessi tegund meðferðar var ekki hluti af námi læknisins svo hann veit ekkert um þetta.
-
Þeim finnst vanta upp á eigin þekkingu á meðferðinni til að geta rætt hana almennilega við lækninn. They feel they don't know enough to have an in-depth discussion about the therapies.
Finnist þér að eitthvað af þessu sé skýringin á því af hverju þú hefur ekki rætt óhefðbundnar meðferðir við lækninn þinn, er ýmislegt sem þú getur gert í málinu:
-
Biddu um lengri tíma en venjulega. Þú getur látið vita við bókunina að þú þurfir meiri tíma en venjulega til að geta rætt þessi mál við lækninn.
-
Vertu greinargóð. Því nákvæmari sem þér tekst að vera í sambandi við þá óhefðbundnu meðferð sem þú hefur áhuga á, þeim mun auðveldara verður fyrir lækni þinn að bjóða aðstoð. Hafir þú t.d. áhuga á nálastungum, gerðu þá lista yfir einkennin sem þú heldur að meðferðin geti lagað. Læknirinn þinn á auðveldara með að hjálpa þér að átta þig á hvort þér sé óhætt að fara í meðferð með nálastungum og hvernig unnt væri að samþætta þá meðferð þeim hefðbundnu læknismeðferðum sem þú ert í.
-
Kannist læknir þinn ekki við óhefðbundna meðferð, vísaðu honum þá á bækur, vefsíður, rannsóknir eða annað sem hann getur kynnt sér. Hafi sjúklingur áhuga á einhverri óhefðbundinni meðferð, hafa flestir læknar einnig áhuga á að kynna sér hana svo að þeir geti gefið ráð og hjálp. Getir þú vísað lækni þínum á áreiðanlegar heimildir sem hann getur treyst, er líklegt að þið getið átt gefandi samræður um málið.
Hve vel læknir þinn er að sér um óhefðbundnar meðferðir gæti farið eftir því hvar hann starfar. Við sjúkrahús sem tengd eru háskólum hafa krabbameinslæknarnir trúlega unnið með ýmsum sérfræðingum. Hugsanlega er jafnvel miðstöð óhefðbundinna meðferða tengd sjúkrahúsinu. Læknir þinn kann að þekkja til sálfræðinga sem bjóða upp á hugleiðslu eða kollega sem eru sérfræðingar í verkjameðferð eða veita meðferð með nálastungum.
Við lítil sjúkrahús sem ekki tengjast læknadeild háskóla beint er ekki víst að krabbameinslæknirinn hafi haft tækifæri til að starfa með fólki sem stundar óhefðbundnar lækningar. Það þarf þó ekki að þýða að læknirinn viti ekki sitt af hverju um þau mál.
-
Kynntu þér meðferðina sem þú hefur áhuga á að reyna þannig að þú getir átt frumkvæði að samtalinu. Einhver hjálp getur verið í að fara inn á Hvað er til og hvar fæst það? með því að smella á orðin. Það gæti dugað til að koma samtalinu í gang. Preparing for your discussion
Þegar þú hefur ákveðið að tala við lækni þinn um óhefðbundna meðferðarleið geturðu stuðst við leiðbeiningarnar hér að neðan. Listinn getur hjálpað þér að undirbúa þig fyrir samtalið og lagt línurnar fyrir þau atriði sem þarf að ræða.
-
Undirbúðu þig heima. Sæktu á netið upplýsingar um meðferðir sem þú hefur áhuga á. Áreiðanlegar upplýsingar er að finna á þessum vef. Hjá BÍG má finna ýmislegt og einnig í kaflanum Að finna meðferðaraðila. Skrifaðu hjá þér spurningarnar sem þú ætlar að leggja fyrir lækninn næst þegar þú hittir hann. Þegar hann spyr hvort það sé eitthvað sem þig langi til að vita veldu þá þær þrjár spurningar sem þú hefur sett efst á listann — og hafðu óhefðbundnu meðferðina eitt af þessu þrennu.
-
Láttu álit þitt í ljós. Segðu lækni þínum að þú sért byrjuð að kynna þér óhefðbundnar meðferðir eða að þú hafir hug á að reyna einhverja þeirra. Komdu því á framfæri að þú teljir að óhefðbundin meðferð, ein eða fleiri, sé mikilvæg leið til að hjálpa þér að sigrast á líkamlegum eða andlegum einkennum og auka lífsgæfi þín. Notaðu fyrstupersónufornafn þegar þú fullyrðir eitthvað við lækninn og segðu "ég". Dæmi um þannig framsetningu væri: "Ég hef lesið mér til um nálastungur og brjóstakrabbamein og ég hef á tilfinningunni að það sé eitthvað sem gæti hjálpað mér í gegnum meðferðina."
-
Hlustaðu á svar læknisins. Gefðu lækninum tíma til að svara fullyrðingum þínum. Þegar hann hefur lokið máli sínu, gakktu þá úr skugga um að þú hafir örugglega skilið hvert sjónarmið hans er (með því að biðja t.d. um staðfestingu á skilningi þínum).
-
Talaðu við hjúkrunarfræðinginn sem gefur þér lyfin um óhefðbundnar meðferðir. Hjúkrunarfærðingar þekkja iðulega betur til óhefðbundinna meðferða en læknar. Hjúkrunarfærðingurinn getur líka farið með þér aftur yfir atriðin sem þú ert þegar búin að ræða við lækninn.
-
Spyrðu lækninn hvort græðari eða sá sem veitir óhefðbundnu meðferðina megi hafa samband við hann til að ræða það sem verið er að gera sameiginlega fyrir þig.. Kannski hefur krabbameinslæknir þinn áhyggjur af að græðarinn hafi enga reynslu af að vinna með fólk sem hefur greinst með brjóstkrabbamein. Eða læknirinn þinn vill fá að vita hvers konar menntun eða þjálfun viðkomandi hefur. Samtal þessara tveggja aðila getur stuðlað að því að þú fáir alla þá umhyggju og aðstoð sem þú átt skilið.
-
Leggðu áherslu á að þú ætlir hvergi að hvika frá þinni hefðbundnu meðferð. Það er mikilvægt að læknirinn viti að þú ætlar hiklaust að halda áfram þeirri hefðbundnu læknismeðferð sem þú ert í eða átt eftir að fara í, hvort sem það er krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð eða andhormónameðferð.
ÞB