Ilmolíumeðferð

Hvað er ilmolíumeðferð?

Ilmolíumeðferð er meðferð þar sem ilmandi olíu er andað að sér gegnum nefið eða hún borin á líkamann og gefið nudd í leiðinni.

Rannsóknir á krabbameinssjúklingum sýna að ilmolíumeðferð getur dregið úr:

  • Kvíða,

  • þunglyndi,

  • ógelði,

  • háum blóðþrýstingi.

Olíurnar sem notaðar eru við ilmolíumeðferð eru svo kallaðar "ilmkjarnaolíur". Þær eru þykkni, unnin úr blómum, laufum, stilkum, fræjum, berki, viðarkvoðu eða ávaxtahýði. Ilmkjarnaolíur fást í flestum heilsubúðum.

Vegna þess að ilmkjarnaolíur eru mjög mettaðar er nauðsynlegt að þynna þær áður en þær eru bornar á hörundið. Yfirleitt eru þær þynntar með grunnolíu, sem getur verið jurtaolía unnin úr hneturm, fræjum eða trjám. Olían gerir það mögulegt að bera ilmkjarnaolíuna á stórt svæði og kemur í veg fyrir ertingu húðarinnar. 

Við hverju má búast í venjulegum tíma í ilmolíumeðferð

  • Oft byrjar tíminn með samtali þar sem spurt er spurninga um sjálfa þig, áhugamál, almennt heilsufar og tiltekin sjúkdómseinkenni. Svör þín hjálpa þerapistanum að ákveða hvers konar ilmur getur komið þér að bestum notum. 

  • Eftir samtalið velur þerapistinn olíur sem hann telur að henti þér og býr til úr þeim blöndu.

  • Ilmoliuþerapistinn ber olíurnar á líkama þinn, yfirleitt með því að nudda þeim inn í húðina.

  • Meðferðartími getur varað allt að einn og hálfan tíma.

  • Líklega verður þú beðin að fara ekki í sturtu í nokkra klukkutíma á eftir til að gefa olíunum tíma til að ganga inn í húðina.

Hjá samtökum þeirra sem stunda heildræna meðferð með ilmolíum í Bandaríkjunum (National Association for Holistic Aromatherapy) fást upplýsingar algengustu ilmolíurnar og verkun þeirra:

  • Til að lina höfuðverk: Piparmynta.

  • Örvun ónæmiskerfis: Eucalyptus, rósmarín, tea tree.

  • Vöðvaslökun: Kamilla, Chamomile, salvía, eucalyptus, piparmynta, ylang ylang

  • Meltingarverkir: Piparmynta.

  • Slökun: Ylang ylang, blágresi (geranium), lavender, sítróna, salvía og kamilla.

  • Til að létta andardrátt: Eucalyptus.

Fleiri leiðir til að nota ilmolíur:

  • Setja fáeina dropa af af ilmkjarnaolíu í lítinn olíulampa og leyfðu róandi ilminum að fylla herbergið.

  • Setja 5-10 dropa af olíu í baðvatnið.

  • Setja 2-4 dropa af olíu á bréfþurrku eða vasaklút og halda upp að vitunum. Hafa augun lokuð til að komast hjá ertingu, anda 2-3 sinnum djúpt gegnum nefið.

  • Setja 10-15 dropa af olíu á lítinn úðabrúsa með vatni. Hrista flöskuna og úða út í lofið.

Kröfur sem gerðar eru til ilmolíuþerapista

Í sumum löndum er þess krafist að meðferðaraðilar hafi sérstakt leyfi. Í Bandaríkjunum og Bretlandi eru engar kröfur gerðar um slíkt. Hið sama á við hérlendis. Vertu því á verði gagnvart þeim sem fullyrða að þeir hafi þess konar réttindi. Til að finna færan þerapista skaltu fá að vita hvort viðkomandi hafi: 

  • Stundað formlegt nám í ilmolíuþerapíu frá viðurkenndum skóla. Spurðu þerapistann hvar hann fékk þjálfun sína og í hve margar klukkustundir; viðurkenndir skólar bjóða nám sem felur í sér 200-300 klukkustunda verklega þjálfun. 

  • Sérstakt leyfi útgefið af yfirvöldum til að stunda einhvers konar snertimeðferð, svo sem nudd Fólk sem fær þjálfun í ílmolíumeðferð fær venjulega prófskírteini að henni lokinni. Ekki er þar með sagt að viðkomandi sé "löggiltur" ilmolíuþerapisti. Hverjum þeim sem ber olíur á líkama fólks ber að hafa leyfi til að beita þess háttar meðferð, svo sem nuddi. Leitaðu að þerapista með fullgilt leyfi eða viðurkennt próf í nuddmeðferð.

Eigir þú í erfiðleikum með að finna ilmolíuþerapista skaltu biðja viðurkenndan nuddara að mæla með einhverjum. Þeir sem veita ilmolíumeðferð starfa oft inni á stofum þar sem veitt er heilsunudd.

Rannsóknir á ilmolíumeðferð fyrir fólk með krabbamein

Sumar rannsóknir á krabbameinssjúklingum hafa sýnt að ilmolíumeðferð getur dregið úr kvíða, ógleði, þunglyndi og háum blóðþrýstingi. Hins vegar hafa einnig verið gerðar rannsóknir sem sýna engan mun á viðbrögðum sjúklinga við nuddi með ilmolíum og nuddi þar sem ekki eru notaðar ilmolíur.

Þótt það hafi ekki verið sannað með vísindalegum rannsóknum þá hefur fólk í krabbameinsmeðferð fullyrt að það það að anda að sér piparmyntu eða engifer dragi úr ógleðinni sem stundum fylgir meðferð með krabbameinslyfjum og geislum.

Atriði sem rétt er að hafa í huga áður en ilmolíumeðferð er reynd:

  • Vertu viss um að þú sért með ilmkjarnaolía. Á merkimiða ætti að standa hrein ilmkjarnaolíua e: "pure essential oil," ekki "blanda" e: "blend" eða "nuddolía" e: "massage". Ef merkimiðinn er óskýr skaltu ekki kaupa olíuna.

  • Sumar ilmkjarnaolíur eru eitraðar. Þú skalt ALDREI BRAGÐA Á EÐA GLEYPA ilmkjarnaolíu af neinu tagi.

  • Ófrískar konur og börn ættu ekki að anda að sér ilmkjarnaolíu eða nudda þeim á húðina.

  • Gerðu fyrst tilraun með allar olíur sem þú hefur ekki notað áður. Þegar þú notar olíu í fyrsta skipti er mikilvægt að gera smátilraun með hana á litlum bletti á húðinni.

    • Dreifðu örlitlu á handlegginn og búðu um blettinn með sárabindi eða öðru.

    • Láttu líða sólarhring til að vera viss um að engin erting eigi sér stað áður en þú notar olíuna á stærra svæði.

    • Ef bletturinn verður rauður, bólgnar eða svíður í hann skaltu EKKI nota olíuna.

    • Mikilvægt er að nota olíur sem eru framleiddar án aukaefna, þ.e.a.s. lífrænar olíur. Olíur sem búnar eru til með aukaefnum geta ert húðina.

  • Finnir þú fyrir því að þú ert viðkvæm fyrir alls konar lykt, skaltu forðast ilmkjarnaolíur.

Talaðu alltaf við lækninn þinn áður en þú ferð í ilmolíumeðferð eða reynir hana sjálf.

ÞB