Vöðvaslökun
Hvað er vöðvaslökun?
Enskt heiti þessarar meðferðar er Progressive Muscle Relaxation, oft skammstafað PMR. Meðferðin felst í að auðvelda spennu og slökun í vöðvum í ákveðinni röð og beina athyglinni að tilfinningunum sem fylgja.
Nokkrar rannsóknir á sjúklingum með brjóstakrabbamein hafa leitt í ljós að vöðvaslökun af þessu tagi getur dregið úr:
-
Ógleði,
-
uppköstum,
-
kvíða,
-
depurð.
Við hverju er að búast í vöðvaslökun (PMR)?
Rannsakendur hafa greint frá því að allar slökunaraðferðir, þar á meðal vöðvaslökun, skili betri árangri hafi viðkomandi fengið þjálfun áður en meðferð við brjóstakrabbameini hefst. Jafnframt fullyrtu þeir að tveir tímar með þjálfuðum leiðbeinanda dygði til þess að sjúklingar hefðu náð þeim tökum á tækninni að þeir gætu beitt henni hjálparlaust.
Til að gefa svolitla hugmynd um í hverju aðferðin felst, skaltu prófa að gera eftirfarandi æfingu:
-
Byrjaðu á að spenna tærnar á öðrum fæti og gefa svo eftir.
-
Andaðu að þér um leið og þú spennir tærnar og andaðu frá þér um leið og þú losar um spennuna.
-
Færðu þig smám saman upp eftir vöðvum annars fótleggjar með því að spenna og slaka til skiptis.
-
Farðu eins að með hinn fótlegginn.
-
Haltu áfram upp eftir líkamanum og spenntu og slakaðu á vöðvunum til skiptis: í kviðnum, búknum, brjóstkassanum, fingurgómum, handleggjum, hálsi og andliti.
-
Eftir því sem þú slakar meðvitað á spennunni í hverju hluta líkamans fyrir sig, finnurðu hugsanlega fyrir ákveðnum létti.
Rannsóknir á áhrifum vöðvaslökunar hjá fólki með brjóstakrabbamein
Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið með fólki með brjóstakrabbamein hafa sýnt að vöðvaslökun getur dregið úr ógleði, uppköstum, kvíða og depurð.
Í suður-kóreanskri rannsókn sem birt var árið 2005 höfðu 30 sjúklingar með brjóstakrabbameins hlotið þjálfun í vöðvaslökun ásamt sjónsköpun. Til viðmiðunar var annar hópur 30 sjúklinga sem ekki hlaut neina þjálfun. Fólkið í hópunum fór síðan í 6 lyfjahringja meðferð með krabbameinslyfjum. Rannsakendur komust að því að sjúklingar sem höfðu lært vöðvaslökun og sjónsköpun fundu minna fyrir ógleði og uppköstum en sjúklingar sem ekki höfðu verið þjálfaðir. Auk þess fundu sjúklingar sem höfðu lært tæknina fyrir minni kvíða og depurð en hinir. Hálfu ári eftir að meðferð lauk leið fólkinu í þjálfaða hópun betur og upplifði meiri lífsgæði en fólkið í viðmiðunarhópnum.
Árið 2002 birtist grein um rannsókn sem gerð var með þáttöku 28 sjúklinga með brjóstakrabbamein sem fóru í vöðvaslökun 1 klst fyrir lyfjagjöf og síðan daglega í fimm daga á eftir. Hver slökunartími tók 25 mínútur. Til viðmiðunar var hópur 33 sjúklinga sem ekki fóru í vöðvaslökun. Hjá þeim sem notuðu slökunina dró marktækt úr ógleði og uppköstum miðað við hina.
Mikilvæg atriði sem rétt er að hafa í huga áður en farið er í vöðvaslökun.
Yfirleitt er talið að þessi slökunaraðferð sé alveg hættulaus, en eins og á við um allar slökunaraðferðir felur hún í sér ákveðna áhættu:
-
Í örfáum tilfellum kann kvíði að aukast. Í örfáum tilfellum gerist það með vaxandi meðvitund um líkamannn eins og þeirri sem fylgir slökunartækni að kvíði eykst í stað þess að minnka.
-
Afar sjaldgæf líkamleg einkenni. Hjá sumum sem beita slökunartækni hefur það komið fyrir, en er afar sjaldgæft, að fólkið upplifir augnabliks verk, öran hjartslátt eða vöðvakippi.
Þeir sem haldnir eru geðklofa eða öðrum geðsjúkdómum skyldu forðast vöðvaslökun og aðrar tegundir slökunartækni.
ÞB