Reiki

Hvað er reiki?

Reiki er japönsik meðferð sem er veitt með höndum. Fyrrihluti orðsins, rei - merkir á japönsku alheimur og seinni hluti -ki- lífsorka. "Alheimslífsorka" er stundum notað yfir þetta. Þeir sem veita reiki-meðferð telja að orka leiki um og í líkamanum. Með meðferðinni er leitast við að jafna orkuflæði og örva heilunarmátt líkamans.

Þótt ekki liggi fyrir neinar vísindalegar kannanir sem sýni að meðferð með reiki skili árangri í meðhöndlun sjúkdóma, gæti meðferðin samt kallað fram:

  • djúpa slökun,

  • hitatilfinningu og svefnhöfgi,

  • aukna vellíðan.

Við hverju er að búast í venjulegum reikitími

Reiki má gefa við margskonar aðstæður, á stofu, heilsuhælum, sjúkrahúsum og heimilum. Á meðan á meðferð stendur gerist þetta:

  • Þú situr fullklædd/ur eða leggst út af á bekk.

  • Reiki-gjafinn heldur höndunum fyrir ofan líkamann á 12 til 15 mismunandi stöðum en snertir hann ekki.

  • Reiki-gjafinn heldur hverri handstöðu í 2 til 5 mínútur á meðan hann leitast við að beina orku þinni í réttan farveg eða fjarlægja stíflur úr orkubrautum líkamans. Hann heldur höndunum á sama stað þar til hann telur sig finna að losnað hafi um orkuna.

  • Reikitími getur varð frá hálfum upp í einn og hálfan klukkutíma. 

  • Að tímanum loknum finnurðu trúlega til mjög mikillar slökunar.

Kröfur um menntun og þjálfun

Engar sérstakar kröfur eru gerðar af hálfu hins opinbera, en yfirleitt hafa reikigjafar einhver skilríki uppi við sem sýna hvar þeir hafa lært og hjá hverjum. Til er mikill fjöldi skóla þar sem reiki er kennt og oft eru námstigin 3 til 4, en hvert stig krefst eins til tveggja daga þjálfunar undir handleiðslu reikimeistara. 

Rannsóknir á áhrifum reikis á fólk með krabbamein

Þótt margir hafi þá sögu að segja að þeir hafi notið góðs af meðferð með reiki, liggja ekki fyrir neinar vísindalegar rannsóknir sem sýni að þannig meðferð skili árangri. Einstaklingar hafa fullyrt að meðferðin auki vellíðan þeirra, dragi úr streitu og hjálpi þeim að draga úr langvinnum verkjum.

Í lítilli kanadískri rannsókn sem birt var 1997 tóku 20 sjálfboðaliðar þátt sem fundu fyrir verkjum, sumir með krabbamein, og fengu meðferð hjá reikimeistara. Tilgangurinn var að kanna hvort reiki gæti linað verkina enn frekar til viðbótar við verkjalyf.  Strax eftir reikimeðferð minnkuðu verkir sjálfboðaliðanna. Þar sem allir þátttakendur fengu sams konar meðferð með reiki og viðmiðunarhópur enginn, var erfitt að túlka niðurstöðurnar. 

Önnur könnun sýndi að reiki hafði aukið lífsgæði fólks með krabbamein, en dró ekki úr notkun þess á verkjalyfjum. 

Mikilvæg atriði sem rétt er að hafa í huga áður en farið er í reikimeðferð.

Yfirleitt er talið að reiki sé hættulaus meðferð. Engu síður eru hliðarverkanir ekki óþekktar:

  • Höfuðverkur,

  • ólga í maga,

  • þreyta,

  • máttleysi.

Reikigjafar eru þeirrar skoðunar að þessi einkenni bendi til þess að líkaminn sé að losa sig við eiturefni. Finnir þú fyrir hliðarverkunum af þessu tagi er líklegt að þér verði sagt að hvílast, drekka mikið vatn og borða létta fæðu. 

ÞB