Tai chi
Hvað er tai chi?
Tai chi er æfingakerfi þar sem tengdar eru saman hægar, mjúkar og flæðandi hreyfingar, hugleiðsla og öndunartækni. Líkaminn er á stöðugri hreyfingu og því er tai chi stundum kallað "hugleiðsla með hreyfingu". Þótt tai chi hafi þróast yfir í heilsuræktarkerfi, á það uppruna sinn í 13. aldar kínverskri bardagalist. Margir sem stunda það telja að lífsorka streymi um allan líkamann, orka sem þeir kalla qi (borið fram tsjí) og að tai chi komi í veg fyrir að orkuflæði líkamans stíflist.
Rannsóknir á sjúklingum með brjóstakrabbamein hafa sýnt að tai chi getur aukið:
-
Styrk,
-
jafnvægi líkamans,
-
liðleika,
-
starfsemi hjarta og lungna,
-
vellíðun.
Hvers má vænta af venjulegum tai chi-tíma
Í cai chi tíma hjálpar leiðbeinandinn þér að læra og útfæra röð hreyfinga sem í senn eru afslappaðar og ákveðnar. Þú mátt búast við eftirfarandi:
-
Hreyfingar: Þú lærir röð tai-shi æfinga sem eru útfærðar þannig að hver æfing á sér gagnstæða æfingu. Sveigju til hægri er fylgt eftir með sveigju til vinstri. Röð hreyfinga er kallað "mynstur" eða rútína. Þú og leiðbeinandinn þinn skuluð ákveða hvaða hreyfingar og mynstur henta þér best.
-
Mynstur: Í rútínu eða mynstri geta falist milli 20 og 100 hreyfingar sem getur tekið allt að 20 mínútur að framkvæma.
-
Öndun: Á meðan æfingarnar eru gerðar er athyglinni m.a. beint að önduninni sem á uppruna sinn í þindinni.
-
Hugleiðandi einbeiting: Á sama tíma beinir þú athyglinni án spennu á svæðið rétt fyrir neðan nafla í "hugleiðslueinbeitingu". Því er trúað að qi eigi upptök sín rétt fyrir neðan naflann og flæði þaðan um líkamann.
Þegar þú hefur með reglulegum æfingum náð tökum á ákveðnu mynstri undir handleiðslu kennara geturðu stundað tai chi heima við, standi hugur þinn til þess.
Kröfur um menntun og þjálfun leiðbeinenda í tai chi
Af opinberri hálfu eru engar sérstakar kröfur gerðar til leiðbeinenda í tai chi. Námskeið fyrir þá sem vilja kenna æfingakerfið geta verið mislöng, allt frá 50 upp í 10000 kennslustundir og fer það eftir því hvar kennt er. Ekki er krafist leyfis til að þjálfa kennara. Á sjúkrahúsum víða um heim og á krabbameinsstöðvum er iðulega boðið upp á tíma í tai chi. Athugaðu hvort krabbameinslæknir þinn eða hjúkrunarfræðingur geta mælt með einhverjum sérstökum.
Þegar þú hefur fundið einhvern sem þú telur að geti kennt þér æfingakerfið skaltu leggja eftirfarandi spurningar fyrir viðkomandi:
-
Hvar lærðir þú?
-
Hve margra klukkustunda þjálfun hefurðu?
-
Hefurðu einhvern tíma unnið með sjúklingum með brjóstakrabbamein? Hve lengi hefurðu gert það?
*Geti læknir þinn eða hjúkrunarfræðingur ekki hjálpað þér má hugsanlega finna kennara með því að fara á netið og slá inn lorðunum tai chi á góða leitarvél.
Rannsóknir á gildi tai chi fyrir konur með brjóstakrabbamein
Í nokkrum litlum rannsóknum hefur niðurstaðan orðið sú að með tai chi megi bæta starfsemi hjarta og lungna, auka stirk, liðleika, sjálfstraust og lífsgæði kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.
Í rannsókn sem gerð var árið 2004 við krabbameinsmiðstöðina Wilmot Cancer Center í Rochester, NY, voru konur sem höfðu farið í meðferð við brjóstakrabbameini, 21 talsins, ýmist skráðar í tai chi í þrjá mánuði eða sáfélagslegan stuðningshóp. Báðir hóparnir hittust klukkutíma í senn þrisvar í viku. Konurnar í tai chi hópnum sýndu marktækt meiri framfarir hvað snerti sjálfsálit og lífsgæði en konurnar í sálfélagslega hópnum. Að áliti rannsakendu getur tai chi haft jákvæðari áhrif á sjálfmyndina en þátttaka í sjálfélagslegum hópi vegna þess að:
-
Sá hluti sjálfsmyndar sem snýr að líkamanum kann að skipta meira máli fyrir konur sem hafa komist í gegnum brjóstakrabbameinsmeðferð en fyrir aðra hópa fólks.
-
Þar sem tai chi felur í sér meiri virkni en að vera í stuðningshópi, kann það að gefa ríkari tilfinningu fyrir því að vera við stjórn.
Nýlegri könnun sem gerð var við sömu krabbameinsmiðstö, Wilmot Cancer Center, var birt árið 2006 Þar var einnig 21 konu sem höfðu farið í meðferð við brjóstakrabbameini skipt af handahófi í tvo hópa, tai chi og sálfélagslegan hóp, sem hittust í klukkustund þrisvar í viku í þrjá mánuði. Í þetta sinn beindu rannsakendur athyglinni að hjarta- og lungnastarfsemi kvennanna, vöðvastyrk og liðleika. Konurnar í sálfélagslega hópnum bættu liðleika sinn, en konurnar í tai chi hópnum bættu sig á öllum þrem sviðinum auk þess að lækka svolítið fituhlutfall líkamans.
Mikilvæg atriði til íhugunar áður en þú ferð í tai chi
Tai chi fylgja mjúkar hreyfingar og er talið tiltölulega öruggt. Engu að síður er ýmislegt sem rétt er að gæta sín á fyrir manneskju með brjóstakrabbamein. Sértu að hugsa um að fara í tai chi skaltu meðal annars hafa eftirfarandi atriði í huga:
-
Segðu lækni þínum frá því. Áður en þú ferð af stað skaltu tala við lækninn þinn. Það er ekki síst áríðandi, hafir þú nýverið gengist undir skurðaðgerð, hefur ekki gert æfingar um nokkurt skeið eða átt við liðverki eða liðvandamál að stríða.
-
Farðu hægt af stað. Byggðu upp þekkingu þína og vald á tai chi hægt og rólega. Lærðu til hlítar hvernig þú átt að útfæra stellingar og gefðu þér góðan tíma. Að fara of geyst í æfingar getur framkallað vöðvabólgu eða tognun.
-
Vertu meðvituð um hvenær er heppilegt að æfa. Gerðu ekki tai chi æfingar strax að lokinni máltíð, ekki ef þú ert með einhvers konar sýkingu og ekki heldur ef þú ert þreytt.
-
Þekktu takmörk þín. Eigir þú erfitt með að standa lengi í einu, getur verið ágætt að breyta æfingunum lítillega og gera þær sitjandi í stól eða í rúminu. Ræddu við leiðbeinandinn þinn um leiðir til að gera tai chi æfingar án þess að standa allan tímann.
*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.
ÞB