Skurðmeðferð

Hlutverk skurðaðgerða í meðferð við brjóstakrabbameini

Í rúma öld hefur skurðaðgerð verið sú aðgerð sem fyrst er gripið til gegn brjóstakrabbameini. Margt hefur þó breyst á undanförnum árum og nú orðið er markmiðið að gera skurðaðgerðir svo markvissar og nákvæmar að unnt sé að varðveita sem mest af heilbrigðum brjóstvef. Brjóstnám (þegar brjóstið er allt fjarlægt) er meira að segja nærgætnari aðgerð en var fyrir mannsaldri síðan.

Með því að skoða þennan hluta ættirðu að sjá hvaða kostir eru í stöðunni og skilja hvernig ákvörðun um skurðaðgerð er háð margvíslegum þáttum sem mynda „persónuleika" krabbameinsins. Það sem mestu máli skiptir þegar ákvörðun er tekin, er á hvaða stigi krabbameinið er, hver einkenni þess eru og hvað þú ert tilbúin að gangast undir og getur verið sátt við í bráð og lengd.

Þú kannt að hafa heyrt mismunandi orð notuð til að lýsa mismunandi skurðaðgerðum en í rauninni stendur valið bara um tvennt:

Sé krabbameinið ífarandi (illkynja) er hugsanlegt að þessum aðgerðum sé fylgt eftir með brottnámi eitla. Einnig kann að vera mælt með því að beitt sé meðferð sem hefur áhrif á allan líkamann svo sem andhormónameðferð eða krabbameinslyfjameðferð, eða jafnvel hvoru tveggja.

Sértu með brjóstakrabbamein á fyrstu stigum, skaltu spyrja lækni þinn nánar um varðeitlagreiningu  sem hugsanlega getur komið í stað hefðbundins eitlanáms í holhönd. Reyndu að komast að því hvort það geti hentað í þínu tilfelli. Komi í ljós að svo er, skaltu fá að vita hvort skurðlæknirinn sem á að framkvæma aðgerðina hafi reynslu af þessari nýju tækni

ÞB