Áhættuþættir skurðmeðferðar
Mikilvægt er að muna að tækninni sem beitt er við brjóstaaðgerðir hefur fleygt fram á undanförnum árum. Hins vegar er það svo, eins og þú sjálfsagt veist, að öllum skurðaðgerðum — hvort sem teknir eru kirtlar eða gerða hjartaaðgerðir — hafa í för með sér áhættu. Hér að neðan eru nefnd nokkrir áhættuþættir sem tengjast skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameins og hvernig tekið er á þeim.
-
Sýkingar í sári í kjölfar skurðaðgerðar er yfirleitt hægt að meðhöndla með sýklalyfjum.
-
Þótt það sé ekki algengt geta komið upp vandamál í sambandi við hvernig sárið grær. Þar á meðal margúll — (staðbundin fyrirsöfnun blóðs í vef eða holi — og sermigúll (uppsöfnun blóðvatns í vef eða holi). Hvort tveggja verður yfirleitt auðveldlega læknað.
-
Miklar blæðingar í kjölfar skurðaðgerðar vegna brjóstakrabbameins eru sjaldgæfar. Sértu að hugsa um að fara í víðtækari aðeins, eins og það að láta taka bæði brjóstin eða búa til ný brjóst, getur verið skynsamlegt að gefa blóð áður en til aðgerðarinnar kemur.
-
Hverri svæfingu fylgir ákveðin hætta, þótt sú hætta sé afar lítil nú til dags —eitt dauðsfall í um 200.000 tilfellum (*bandarísk tala).
-
Stundum gerist það eftir skurðaðgerð að sogæðavökvi rennur treglega úr handleggnum. Þessu getur fylgt bjúgur sem yfirleitt kallast sogæðabólga. Ýmsar leiðir eru færar til að koma í veg fyrir eða ráða við sogæðabólgu.
ÞB