Beðið eftir niðurstöðum

Beðið eftir niðurstöðum meinafræðiskýrslunnar

Niðurstaðna úr rannsóknum á meininu mun að vænta fáeinum dögum eftir skurðaðgerðina. Þér gæti þótt þessi biðtími það erfiðasta sem þú gengur í gegnum.

Það besta sem þú getur gert fyrir sjálfa þig er að fá að vita hjá krabbameinslækni þínum—fyrirfram—hvenær þú getur búist við að verði hringt til þín eða hvernig þú mátt búast við að fá upplýsingarnar. Gerist það símleiðis? Eða kemurðu í viðtal? Búðu sjálfu þig undir þá staðreynd að meinaskýrsla berst í bútum, þannig að í byrjun fást einungis sum svörin. Reyndu að forðast að hrapa að niðurstöðu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir.

Þegar allar niðurstöður liggja fyrir, fer krabbameinslæknirinn yfir þær með þér og ræðir við þig um hvað rétt sé að gera næst, þar á meðal þörfina fyrir viðbótar meðferð, svo sem meðferð með krabbameinslyfjum, geislameðferð eða hvort tveggja.

Til að átta þig betur á meinafræðinni og eiga auðveldara með að ræða við lækninn um niðurstöðurnar skaltu lesa kaflann Meinafræðiskýrslan þín.

 

Spurningar sem þú ættir að leggja fyrir lækni þinn eftir skurðaðgerð

  • Hverjar eru niðurstöðurnar í meinafræðiskýrslunni minni?

  • Hvers konar meðferð þarf ég á að halda til viðbótar?

  • Af einkennunum sem ég finn fyrir núna (lýstu þeim), hvað má ég búast við að losna við og hvað verður viðvarandi?

 ÞB