Brjóstið tekið, húðin skilin eftir
Þessi aðgerð felur í sér þann kost að láta taka brjóstið en skilja húðina eftir til þess að unnt sé að búa til nýtt brjóst sem lítur út eins og hitt brjóstið. Í þannig aðgerð er aðeins tekin sú húð sem óhjákvæmilegt er að taka til að forðast frekari útbreiðslu krabbameins: geirvörtuna, vörtubauginn og skurðsvæðið þar sem húðin var skorin í sundur og saumuð saman eftir að vefurinn var fjarlægður. Skinnpokinn sem verður eftir hefur bestu lögunina til að koma þar fyrir mjúkum vef í staðinn fyrir þann sem var fjarlægður eða koma fyrir gervibrjósti.
Flestar konur sem fara í brjóstnám eiga þess kost að velja aðgerð sem þyrmir húðinni. Undantekningar frá þessu eru:
-
Sé konan ákveðin í að láta ekki búa til nýtt brjóst í stað þess sem var tekið og þá mun skurðlæknirinn taka eins mikið af húðinni og nauðsynlegt er til þess að yfirborð bringunnar og örið verði sem sléttast.
-
Séu minnstu líkur á að krabbameinsfrumur sé að finna nærri húðinni, er ekki óhætt að þyrma henni. Leiki vafi á hvort krabbamein hafi borist í húðina, eins og t.d. í tilfelli bólgukrabbameins, kemur þessi aðgerð ekki til greina.
|
Brjóstið tekið og húðin skilin eftir
A Skurður á stærð við skráargat (bleika línan) B Vefur fjarlægður við brjóstnám (bleika upplýsta svæðið) |
Brjóstið tekið, geirvartan skilin eftir
Við aðgerðina er allur brjóstvefur fjarlægður en geirvartan látin óáreitt. Brjóstnám undir húð er sjaldnar framkvæmt en einfalt (fullt) brjóstnám, því meira er skilið eftir af vef þar sem krabbamein gæti seinna komið upp. Einnig eru þeir læknar til sem segja að aðgerðin geti haft í för með sér afmyndun á geirvörtunni og tilfinningaleysi. Þar sem ekki ríkir einhugur meðal lækna um þessa aðferð, kann læknir þinn að mæla með einföldu eða fullu brjóstnámi.
ÞB