Eftir skurðaðgerð

Á vöknun

Þegar fólk hefur verið svæft, vaknar það á stofu með fleira fólki sem einnig hefur verið í uppskurði. Starfsfólk á vöknun fylgist með lífsmörkum (blóðþrýstingi, hjartslætti, öndun) og bíður eftir því að sjúklingurinn vakni til fulls og líkaminn komist í jafnvægi. Finnirðu fyrir verkjum, er þetta rétti tíminn til að segja frá því. Hjúkrunarfólkið á vöknun er tilbúið að gefa þér verkjalyf sem skurðlæknirinn hefur skrifað upp á.

Þér kann að verða kalt eftir aðgerðina. Það er eðlilegur hluti af því að jafna sig eftir svæfingu. Ekki þjást í hljóði, biddu um aukasæng eða teppi. Eigirðu að fara heim samdægurst er gott að taka með sér hlýtt teppi á spítalann sem getur haldið á þér hita á leiðinni heim.

 

Spítaladvöl

Farir þú í fleygskurð án þess að eitlar séu teknir, er mjög líklegt að þú getir farið heim samdægurs. Brjóstnámi og eitlanámi hafa aftur á móti meira inngrip í för með sér, svæfingu og dvöl á sjúkrahúsi.

 

Að fara á stjá

Hjúkrunarfólk á sjúkrahúsum er mjög áfram um að sjúklingar verði sjálfbjarga sem fyrst. Þú gætir lent í því að hjúkrunarfræðingur vill að þú farir á stjá áður en þér finnst þú tilbúin til þess! Það er vegna þess að sannað hefur verið læknisfræðilega að konur jafna sig fyrr og betur eftir skurðaðgerð því fyrr sem þær fara á stjá.

Læknirinn kann að mæla með eftirfarandi áætlun um að komast í gang eftir skurðaðgerð:

  • Fara fram úr þegar nokkrar klukkustundir eru liðnar frá aðgerðinni.

  • Byrja að gera léttar armæfingar næsta morgun.

  • Taka upp fyrri störf eftir nokkra daga, hafir þú farið í fleygskurð, nokkrar vikur hafir þú farið í brjóstnám. 

 ÞB