Bataferlið heima
Hvíld
Þegar þú færð að fara heim af spítalanum er eins víst að þú sért þreytt eftir álagið sem fylgdi aðgerðinni. Láttu eftir þér að fá næga hvíld. Ekki er þar með sagt að þú þurfir að verða einhver meinlætamanneskja. Borðaðu hollan mat, fáður næga hvíld og byrjaðu að feta þig inn í dagleg störf eins fljótt og þú getur. Ýmsar leiðir til að takast á við þreytu hafa reynst vel.
Verkir
Taktu verkjalyf eftir þörfum. Hugsast getur að þú finnir fyrir verkjum eftir að þú kemur heim, doða eða verk við skurðsvæðið á brjóstinu og í holhönd ef eitlar hafa verið teknir. Læknirinn mun trúlega skrifa upp á verkjalyf fyrir þig. Mörgum konum finnst óþægindin ekki meiri en svo að þær sleppa því að taka þau inn. Finnir þú mikið til, er þó rétt að láta lækninn eða hjúkrunarfræðing vita af því. Það gæti verið merki um að sárið grær ekki eins og það ætti að gera. Lesa má meira um hvernig má stilla verki og óþægindi í holhönd.
Hreinlæti
Þvoðu þér með þvottapoka þar til kerar og hefti hafa verið fjarlægð. Þú mátt fara í sturtu þegar búið er að fjarlægja kera, hefti eða sauma. Þú hressist við að þvo þér með svampi eða þvottapoka þar til þú hefur fengið grænt ljós frá lækni eða hjúkrunarfræðingi á að fara í sturtu. Fáðu líka að vita hvenær þér er óhætt að fara í kerlaug og/eða sund.
Brjóstahaldari
Hafir þú farið í fleygskurð skaltu vera í góðum íþróttabrjóstahaldara bæði að nóttu og degi til að minnka eins og kostur er alla hreyfingu sem gæti valdið sársauka. Sértu með stór brjóst gæti þér þótt þægilegt að sofa á þeirri hlið sem ekki var skorinn og hafa púða eða kodda fyrir framan þig til að styðja við brjóstið sem er að gróa.
Æfingar
Mikilvægt er að gera daglega ákveðnar æfingar fyrir handleggi og holhönd og halda því áfram í a.m.k. þrjá mánuði. Trúlega fékkstu tilsögn á spítalanum áður en þú fórst heim, en til upprifjunar má finna þær hér undir fyrirsögninni: Æfingar eftir aðgerð á brjósti neðst í greininni um Slökun og hugleiðslu.
Næstu vikur og mánuðir eftir fleygskurð
Þegar taugar taka að vaxa á ný er viðbúið að þú upplifir einkennilega tilfinningu sem líkist því að eitthvað skríði undir húðinni, þig kann að klæja eða húðin verið mjög viðkvæm fyrir snertingu. Óþægindin kunna að hverfa af sjálfu sér, en svo má líka að vera að þú venjist þeim. Lyf af acetaminofen-stofni eins og ibuprofen koma oft að gagn við þessa tegund taugaskaða og sama má segja um lyf af ópíum-stofni.
ÞB