Eitlanám

Sértu með ífarandi brjóstakrabbamein, mun skurðlæknirinn að öllum líkindum fjarlægja einhverja eitla úr holhöndinni, hvort sem þú ferð í fleygskurð eða brjóstnám. Að fá niðurstöður úr rannsókn á eitlunum auðveldar læknum að átta sig á útbreiðslu krabbameins. Lestu meira (á ensku) um aðferðir við að nema brott eitla. Krabbamein í eitlum eykur líkur á að krabbameinsfrumur finnist annars staðar í líkamanum.

Hlutverk eitla felst í að vera eins konar síur í sogæðakerfinu. Þá er líklegt að eitlarnir nái að „fanga" eða sía frá krabbameinsfrumur sem kunna að vera á sveimi í vökvanum sem frásogast úr þeim hluta brjóstsins þar sem krabbameinsfrumur er að finna. Læknar skoða hinar mismunandi tegundir eitla sem tengjast brjóstinu:

  • Eitlarnir umhverfis viðbein og háls eru þreifaðir. Læknirinn þreifar svæðið til að athuga hvort hann finnur einhver merki um að eitlarnir hafi stækkað.  

  • Eitlar í holhönd eru einnig þreifaðir og tiltölulega auðvelt er að komast að þeim við skurðaðgerð. Skurðaðgerð sem hefur það að markmiði að fjarlæga nokkra eða alla eitla úr holhönd, kallast brottnám eitla í holhönd. 

Þú getur lesið þér til um hugsanlegar hliðarverkanir af því að fjarlægja eitla í kaflanum um Sogæðabólgu

ÞB