Brottnám holhandareitla
Holhandareitlar (stundum kallaðir handarkrikaeitlar) sitja á þremur „hæðum":
1. Á I. hæð sitja neðstu eitlarnir við neðri brún litla brjóstvöðvans (pectoralis minor).
2. Á II. hæð sitja eitlarnir undir litla brjóstvöðvanum.
3. Á III. hæð sitja eitlarnir ofan við litla brjóstvöðvann.
Í venjulegu eitlabrottnámi eru fjarlægðir eitlar af hæðum I og II. Hjá konum með ífarandi brjóstakrabbamein fer þessi aðgerð saman við brjóstnámið. Við fleygskurð eru eitlar ýmist fjarlægðir um leið og aðgerðin fer fram eða það er gert síðar (með sérstökum skurði). Hve marga eitla skurðlæknir tekur, fer eftir niðurstöðum læknisskoðnar og öðru sem gefur til kynna líkur á að krabbamein hafi dreift sér í eitlana. Þeir geta verið allt frá fimm upp í þrjátíu í hefðbundnu eitlanámi. Samanlagður fjöldi þeirra eitla sem sýna merki um krabbamein, skiptir meira máli en hve mikið krabbamein finnst í hverjum einstökum eitli. Læknirinn segir þér hvort krabbamein fannst í eitlunum og, ef eitthvað fannst, þá í hve mörgum. Hann segir þér líka hve mikið krabbamein fannst í hverjum eitli.
ÞB