Sogæðavökvi og eitlar

Ummæli læknis

„Slagæðarnar eru eins og tvíbreið hraðbraut sem flytur næringarefni, súrefni og vökva til brjóstsins. Bláæðin er ein akrein sem flytur notað blóð og sogæðakerfið er ein akrein sem flytur burt sogæðavökva. Tvær akreinar sjá saman um flutning að brjóstinu, en tvær aðskildar akgreinar sjá um flutning frá því. "

—Marisa Weiss, M.D.

Sogæðavökvi er glær vökvi sem rennur um slagæðar líkamans, fer um alla vefi, hreinsar þá og heldur þeim stinnum og rennur síðan burt í gegnum sogæðakerfið.

Eitlar eru síur sem liggja meðfram sogæðunum. Hlutverk þeirra er að sía frá og stöðva sóttkveikjur, vírusa, krabbameinsfrumur og annað sem er líkamanum skaðvænt og sjá til þess að hann losni örugglega við allt slíkt.

 

 axillary_lymph_nodes_tcm-small

Stækka mynd

Eitlar sem tengjast brjósti

A Stóri brjóstvöðvinn

B Holhandareitlar: hæð I

C Holhandareitlar: hæð II

D Holhandareitlar: hæð III

E Eitlar ofan viðbeins

F Innri brjósteitlar (internal mammary lymph nodes)

 

Um slagæðarnar rennur einnig ferskt blóð sem flytur með sér súrefni og önnur næringarefni til allra hluta líkamans — þar á meðal brjóstanna. Notað blóð rennur frá brjóstunum gegnum æðarnar og er dælt aftur til hjarta og lungna þar sem það endurnýjast. Sogæðavökvi rennur frá brjóstunum um sogæðakerfið sem samanstendur af sogæðum og eitlum.   

ÞB