Hve marga eitla þarf að fjarlægja?

Yfirleitt fást nægar upplýsingar með því að taka tíu eitla. Hins vegar er ýmislegt sem þarf að hafa í huga:

  • Skurðlæknirinn tekur að öllum líkindum alla eitla sem virðast „sýktir" jafnvel þótt það þýði að fjarlægja þurfi fleiri en tíu eitla.

  • Við hefðbundið („standard") brottnám eitla, fjarlægir skurðlæknir úr handarkrikanum óreglulegan bút af fituvef sem inniheldur eitla. Eitlarnir sitja í fitunni og eru oft viðkomu eins og fitan. Oft nær skurðlæknirinn ekki að telja alla eitlana meðan á aðgerð stendur. Af þeirri ástæðu færðu trúlega ekki að vita hve margir eitlar voru fjarlægðir eða hve margir þeirra voru „jákvæðir" (með krabbameinsfrumum) fyrr en meinafræðingur hefur greint vefinn.

  • Meinafræðingurinn verður að skoða fituvefinn mjög vel sem fjarlægður var úr holhöndinni, til að finna alla eitlana.

  • Hve margir eitlar eru fjarlægður ræðst ekkert síður af líkamsgerð en færni skurðlæknis eða meinafræðings. Konur eru með mismarga eitla í holhöndinni — sumar eru hugsanlega aðeins með fimm eitla en aðrar yfir þrjátíu. 

  • Til að auka líkur á að fjarlægðir séu þeir eitlar sem mestar líkur eru á að séu með krabbameinsfrumur í sér, kann skurðlæknirinn að grípa til þess að nota sporefni eða litarefni (svipað því og gert er við varðeitlagreiningu).   

 

Fyrir konur sem lítil eða meðalhætta er á að séu með krabbamein í eitlunum er til ný tegund aðgerðar sem yfirleitt felur í sér minna inngrip. Þessi aðgerð kallast varðeitlagreining.   

ÞB