Hætta á sogæðabólgu

Margar konur kvíða því að fá hugsanlega sogæðabólgu — en þá bólgnar handleggurinn þeim megin sem krabbameinsbrjóstið er eða var, og því getur fylgt doði eða verkur. Sannleikurinn er hins vegar sá að yfirleitt verða aðeins 5%-10% kvenna fyrir því að fá sogæðabólgu. Hætta á sogæðabólgu getur farið upp í 25% ef gripið hefur verið til allra eftirtalinna aðgerða:

  • Allir holhandareitlar voru fjarlægðir (á hæðum I–III),

  • Eitlasvæðið var geislað eftir skurðaðgerð.

  • Veitt var meðferð með krabbameinslyfjum.

Þessi 25% hætta á sogæðabólgu nær einnig til kvenna sem fóru í gamaldags róttækt brjóstnám (nánast allir eitlar umhverfis brjóstið fjarlægðir ásamt brjóstinu og vöðvanum undir því).

Þú getur kynnt þér hvernig draga má til muna úr hættu á sogæðabólgu og/eða ná tökum á henni í kaflanum Sogæðabólga í Daglegt líf.

ÞB