Fleygskurður: Við hverju má búast?
Tímalengd aðgerðar
Að framkvæma fleygskurðinn ætti að taka 15-40 mínútur. Innritun og undirbúningur fyrir aðgerð tekur mislangan tíma. Tími á vöknun er mislangur og einstaklingsbundið hve konur þurfa langan tíma til að vakna og jafna sig nægilega til að fara heim.
Skurðurinn
Skurður myndast á þeim stað þar sem skurðlæknir ristir upp brjóstið til að komast að til gera það sem gera þarf. Ræddu við skurðlækninn fyrirfram um hvernig örið muni líta út. Flestir skurðlæknar rista íbjúgan skurð (eins og bros eða skeifu) sem fylgir eðlilegum ávala brjóstsins og gerir að verkum að það grær betur.
Það sem gerist
Skurðlæknirinn sker að öllum líkindum með eins konar rafmagnshníf sem notar hita til að minnka blæðingu (brennir fyrir vefina). Sé hægt að greina æxlið með berum augum eða þreifa það, fjarlægir skurðlæknirinn það með rönd af heilbrigðum vef. Sé ekki unnt að sjá eða þreifa æxlið beitir skurðlæknirinn tækni til að staðsetja það FYRIRFRAM með röntgenmynd eða örhljóði og merkja það.
Stundum, þó ekki alltaf, er komið fyrir kera til að leiða burt umframvökva sem getur safnast fyrir þar sem æxlið var. Að lokuð saumar skurðlæknirinn skurðinn saman og býr um sárið.
Áhætta
-
Yfirleitt verður hluti brjóstsins tilfinningalaus eftir fleygskurð og fer það eftir því hve stórt æxlið var fjarlægt. Tilfinningin gæti komið aftur í brjóstið að einhverju eða mestu leyti.
-
Ekki er víst að brjóstin verði bæði jafnstór eftir aðgerðina. Með því að fjarlægja brjóstavef úr brjósti virðist það yfirleitt minna. Þó er til í dæminu að það gæti vikrað stærra vegna bólgu í kjölfar aðgerðarinnar.
Meira um áhættuþætti skurðaðgerðar.
Spítaladvöl
Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að dvelja á sjúkrahúsi yfir nótt eftir að hafa farið í fleygskurð nema eitlanám hafi einnig verið framkvæmt.
ÞB